Færslur fyrir júlí, 2014

Miðvikudagur 30.07 2014 - 08:17

Hátekjuhóparnir stinga aðra af – enn á ný

Upplýsingar um þróun  atvinnutekna í Tekjublaði Frjálsrar verslunar hafa vakið umræðu um hvort stjórnendur í atvinnulífinu hafi fengið meiri hækkanir en aðrir milli áranna 2012 og 2013. Vísbendingin þaðan er sú, að stjórnendur hafi að jafnaði fengið um 14% hækkun launa milli áranna, sumir allt að 40% hækkun. Almennir launamenn hafa fengið mun minni hækkanir og […]

Sunnudagur 27.07 2014 - 10:04

Það sem vantar í tekjublöðin

Nú er sá tími ársins sem Frjáls verslun og dagblöðin birta tölur um tekjur einstaklinga á síðasta ári, byggt á upplýsingum skattstjóra um álagningu tekjuskatts einstaklinga. Þetta eru atriði sem margir hafa áhuga á. Það er hins vegar rétt að hafa í huga, að tölurnar sem tekjublöðin birta eru fyrst og fremst um atvinnutekjur og […]

Fimmtudagur 17.07 2014 - 09:23

Módernismi í París

Hér er ný myndasería sem ég tók í París í síðasta mánuði. Fókusinn er á módernískar byggingar og speglanir. Flestar eru myndirnar teknar í hinu nýja viðskiptahverfi La Défence. Það er skemmtilegt svæði sem sameinar mikið af athyglisverðri módernískri hönnun og forvitnilegu umhverfi – ekki síst er það góður vettvangur fyrir óvenjulegar myndatökur. Smellið á myndina […]

Miðvikudagur 16.07 2014 - 00:16

ESB málið leyst!

Það eru mikil tíðindi að nýskipaður forseti Framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, lýsti yfir í dag að ekki yrðu fleiri umsóknarlönd tekin inn í ESB á næstu fimm árum. Hann segir þá miklu fjölgun aðildarríkja sem orðin er kalla á aðlögun og andrými innan sambandsins til að huga betur að virkni þess og starfsháttum. Þetta þýðir að jafnvel […]

Laugardagur 12.07 2014 - 14:23

Rogoff mælir með afskrift skulda

Hinn þekkti fjármálasérfræðingur og prófessor við Harvard háskóla, Kenneth Rogoff, segir í nýrri grein að ekki verði lengur horft framhjá þörf fyrir afskriftir skulda í Evrópu. Rogoff var áður aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hefur unnið að víðfrægum rannsóknum á fjármálakreppum í heiminum síðustu átta aldirnar, ásamt Carmen Reinhart (sjá t.d. hér). Reynslan af fyrri fjármálakreppum hefur […]

Þriðjudagur 08.07 2014 - 20:21

Um nýsköpun Lennons og McCartneys

Í tímaritinu Atlantic er fróðleg og skemmtileg grein um sköpunarmátt tvíeykisins í Bítlunum, þeirra Lennons og McCartneys. Greinin er eftir Joshua Wolf Shenk og byggir á væntanlegri bók hans um mikilvægi samvinnu í nýsköpun. Bókin snýst sem sagt um sköpunarmátt tvíeykja eða para (duos). Shenk segir að goðsögnin um hinn einangraða snilling, sem skapi eitthvað nýtt […]

Sunnudagur 06.07 2014 - 16:47

Lið Davíðs vill Má úr bankanum

Það er nokkuð ljóst að stuðningsmenn Davíðs Oddssonar berjast af öllu afli gegn endurráðningu Más Guðmundssonar í stöðu seðlabankastjóra. Mogganum hefur verið beitt af afli gegn Má um hríð. Davíð á auðvitað harma að hefna. Ríkisstjórn Jóhönnu setti Davíð af eftir hrun fjármálakerfisins og gjaldþrot Seðlabankans og réð Má síðar í stöðuna. Hirð Davíðs hefur […]

Laugardagur 05.07 2014 - 10:45

Veikt eftirlit – svindlarar blómstra

Undanfarið hefur Fréttablaðið staðið fyrir góðri umræðu um innihaldslausar vottanir á matvælum. Slíkar vottanir felast í því að setja jákvæða stimpla á vöruna, án þess að nokkuð sé á bak við það. Þetta lítur út eins og einhver ábyrgur eftirlitsaðili hafi vottað gæði vörunnar – en er í mörgum tilvikum ekkert annað en glansmynd sem […]

Föstudagur 04.07 2014 - 16:15

Skalli Zidanes

Heimsmeistarakeppnin í fótbolta setur skemmtilegan svip á sumarið – og bjargar miklu þegar rigningin hefur tekið völdin, eins og vill verða hér á landi. Milli leikja er gaman að rifja upp ýmis atvik og stjörnur fótboltans, ekki síst þegar dregur að úrslitum. Eitt furðulegasta atvik seinni ára var þegar hinn glæsilegi franski kappi Zinedine Zidane skallaði ítalska […]

Þriðjudagur 01.07 2014 - 00:46

Hagstofan – fróðleg rannsókn á fátækt

Í gær birti Hagstofa Íslands nýja skýrslu um skort á efnislegum lífsgæðum á Íslandi. Þetta eru tölur fyrir tímabilið frá 2004 til 2013, sem koma úr lífskjarakönnunum Hagstofunnar og Eurostat. Áður hafa verið birtar ýmsar upplýsingar um fátækt úr þessum könnunum, meðal annars hlutfall fólks sem er undir afstæðum fátæktarmörkum og umfang hættu á fátækt og […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar