Sunnudagur 31.08.2014 - 22:17 - FB ummæli ()

Neytendur búa til störfin – ekki þeir ríku

Það er ríkjandi klisja í nútímanum að þeir ríku skapi flest störfin í samfélaginu, með auði sínum og fjárfestingum.

Íslenskir frjálshyggjumenn, hinar fáklæddu klappstýrur auðmanna, kyrja þetta í sífellu. Þeir segja að ekki skipti máli hvað auðmenn, millistéttin og verkalýðsstéttin fái í sinn hlut, heldur skipti mestu að verðlauna “þá sem baka þjóðarkökuna” (og þá eiga þeir við auðmenn).

Þeir telja iðulega auðmennina eina í hlutverki bakarans – aðrir skipta ekki máli í heimsmynd frjálshyggjunnar. Vinnandi almenningur telst ekki með, þó hann skapi stærstan hluta þjóðarkökunnar.

Hér að neðan er myndband með stuttu en hnitmiðuðu erindi bandaríska auðmannsins Nick Hanauer, þar sem hann gerir gys að hugmyndafræði klappstýranna, sem réttlæta sívaxandi ójöfnuð – með ofurlaunum og skattfríðindum yfirstéttarinnar og láglaunastefnu fyrir alla aðra.

Nick segir að það sé kaupmáttur millistéttarinnar og lægri stétta sem skapar flest störf. Ekki kaupmáttur þeirra ríkustu, sem hann tilheyrir.

John M. Keynes, merkasti hagfræðingur 20. aldarinnar, hefðu getað skrifað uppá þetta.

Hér áður fyrr var Sjálfstæðisflokkurinn flokkur millistéttarinnar. Eftir að frjálshyggjumenn tóku flokkinn yfir hefur hann misst áhugann á millistéttinni (sjá hér).

Sjálfstæðismenn hafa til dæmis engan áhuga lengur á séreignastefnunni, sem á árum áður var höfuðstefna þeirra. Þá vildu þeir gera sem flestum kleift að eignast íbúðarhúsnæði. Nú hugsar flokksforystan bara um hag yfirstéttarinnar: fjármálamanna, atvinnurekenda og braskara.

Kanski Sjálfstæðismenn ættu að hlusta á boðskap hins raunsæa og ágæta auðmanns Nick Hanauer.

Þá gætur þeir enduruppgötvað þann sannleik (sem Bjarni Benediktsson hinn eldri þekkti), að það er kaupmáttur almennings sem drífur hagkerfið áfram, ekki skattafríðindi þeirra ríkustu.

Hér er meira:

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar