Þriðjudagur 16.09.2014 - 13:27 - FB ummæli ()

Áfram Heimdallur!

Fyrir kosningar í fyrra lofaði Sjálfstæðisflokkurinn skattalækkunum.

Þeir héldu meira að segja á lofti hinni vitlausu vúdú-hagfræði Arthurs Laffer, í boði Hannesar Hólmsteins. Þeir sögðu að hægt væri að lækka skatta stórlega og tekjur ríkisins myndu aukast sjálfkrafra – og jafnvel meira en bæta tekjutapið.

Bjarni Benediktsson virtist trúa þessu fyrir kosningar.

Nú er hann í fjármálaráðuneytinu og hefur þegar lært það, að skattalækkanir leiða venjulega til tekjumissis fyrir ríkiskassann. Bullið í Hannesi Hólmsteini og öðrum frjálshyggjubörnum stenst ekki.

Þetta er útaf fyrir sig framför hjá Bjarna Benediktssyni. Hann tekur líka alvarlega hina erfiðu stöðu ríkisfjármála og vill vera raunsær.

Samt vill Bjarni þykjast lækka skatta og hyggst gera það með skattalækkun á einu sviði sem greitt sé fyrir með skattahækkun á öðru.

Nettó útkoman verður í besta falli lítil breyting á meðal skattbyrði þjóðarinnar (einungis tilfærsla á byrðum af hærri tekjuhópum yfir á lægri tekjuhópa). Þetta er brella.

Nú bregður svo við að ungir Sjálfstæðismenn í Heimdalli eru ekki ánægðir með að matarskattur verði hækkaður og hvetja þingmenn Framsóknar til að fylgja fast eftir andstöðu sinni við það.

Ég er sammála Heimdellingum um þetta.

Bjarni á frekar að láta duga að fella niður vörugjöld og ofurtolla, en að hækka matarskattinn til að greiða fyrir lækkun efra álagningarþrepsins.

Áfram Heimdallur!

 

Síðasti pistill:  Matarskattur í Evrópu – umræðan í samhengi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar