Færslur fyrir október, 2014

Laugardagur 25.10 2014 - 11:39

Fúsk Hannesar Hólmsteins leiðrétt í nýrri frjálshyggjubók

Í gær fór ég á kynningu á nýrri bók um tekjudreifingu og skatta, sem frjálshyggjumenn í Reykjavík gefa út, í ritstjórn Ragnars Árnasonar og Birgis Þórs Runólfssonar. Kynningin var haldin undir fyrirsögninni “Er ójöfn tekjuskipting óréttlát?” og fór fram í húsnæði Gamma, sem er fjármálafyrirtæki í Reykjavík. Raunar var kynningin nokkuð öðruvísi en bókin sjálf, […]

Mánudagur 20.10 2014 - 17:02

Hnignun heilsugeirans – verður eitthvað gert?

Alvarleg hnignun heilbrigðisþjónustunnar er ein af afleiðingum hrunsins. Við Íslendingar vorum áður með heilbrigðisþjónustu í fremstu röð. Vorum nálægt toppi norrænna og vestur evrópskra heilbrigðisgeira hvað útgjöld á mann snerti. Árangur  heilbrigðisþjónustunnar var með besta móti. Frá um 2003 til hruns var þó verið að draga saman útgjöld til heilbrigðismála jafnt og þétt og leita […]

Sunnudagur 19.10 2014 - 09:52

Rónar gegn áfengisböli?

Það virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu að þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi, sem þeir segja að miði að því að draga úr spillingu. “Megintilgangur frumvarpsins er meðal annars til að tryggja betri meðferð á opinberu fé og til að koma í veg fyrir spilling”, segja flutningsmenn (orðrétt). Af kommentum á […]

Sunnudagur 12.10 2014 - 10:00

Kostnaður Íslendinga af hruninu – nýjar upplýsingar

Samkvæmt nýlegum upplýsingum sérfræðinga AGS var beinn útlagður kostnaður af hruninu á Íslandi (2008 til 2011) um 44% af vergri landsframleiðslu (sjá “Fiscal Cost á myndinni hér að neðan). Þetta nemur um 748 milljörðum króna (þjóðarframleiðslan árið 2011 var 1700 milljarðar). Það eru um 2,4 milljónir á hvert mannsbarn í landinu, eða tæplega 10 milljónir […]

Föstudagur 10.10 2014 - 09:15

Dómgreindarlaus dómari?

Enginn efast um greind og dugnað Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögfræðings. En hann var aldrei heppilegur valkostur til að gegna starfi hæstaréttardómara. Hvers vegna? Jú, vegna þess að hann er stórpólitískur maður, raunar frjálshyggjuróttæklingur, sem hafði lengi verið virkur í pólitískri valdabaráttu er hann tók sæti í dómnum. Hann er enn að beita sér í pólitískri […]

Þriðjudagur 07.10 2014 - 10:06

Eignalausar fjölskyldur eru enn of margar

Skuldavandi heimila jókst stórlega á árunum fram að hruni og verðbólgan á árunum 2008 til 2010 magnaði svo þann vanda, um leið og kaupmáttur ráðstöfunartekna féll um ríflega 20%. Á hinum ágæta upplýsingavef Hagstofu Íslands má finna tölur um fjölda fjölskyldna sem skulda meira en þær eiga, þ.e. eru með neikvætt eigið fé. Á myndinni […]

Mánudagur 06.10 2014 - 11:04

DV tekur flugið á ný

Það er ánægjulegt að sjá að átökunum um stjórnun DV virðist hafa lyktað á farsælan hátt – þrátt fyrir allt. Það var vel til fundið hjá nýjum stjórnarmeirihluta að ráða Hallgrím Thorsteinsson sem ritstjóra, vel menntaðan og vel reyndan fjölmiðlamann. Jóhann Hauksson hefur einnig verið ráðinn að blaðinu á ný, og nú sem fréttastjóri, en hann […]

Laugardagur 04.10 2014 - 12:51

Eignaskiptingin – lítill hlutur millistéttar

Í síðasta pistli sýndi ég hvernig heildareignir einstaklinga í ólíkum eignahópum þróuðust frá 1997 til 2013, á verðlagi hvers árs, samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands sem unnin eru úr skattframtölum. Þar kom fram að eignir hópanna sem mest eiga jukust örast allra og að eignir milli og lægri hópa rýrnuðu hlutfallslega meira í kjölfar hrunsins. Eignaminnsti þriðjungur […]

Miðvikudagur 01.10 2014 - 14:07

Eignir stéttanna, 1997 til 2013

Hagstofan birti um daginn nýjar upplýsingar um eiginfjárstöðu fjölskyldna/einstaklinga (þ.e. eignir umfram skuldir, eða nettóeignir). Stóri fréttapunkturinn þótti vera aukning eiginfjár milli áranna 2012 og 2013. Vissulega jókst eiginfé flestra hópa, einkum vegna hækkunar fasteignaverðs og hlutabréfa. Sú þróun hófst raunar árið 2011. En það er fleira fróðlegt við tölur Hagstofunnar um eiginfé fjölskyldna, sérstaklega ef þróunin […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar