Þriðjudagur 07.10.2014 - 10:06 - FB ummæli ()

Eignalausar fjölskyldur eru enn of margar

Skuldavandi heimila jókst stórlega á árunum fram að hruni og verðbólgan á árunum 2008 til 2010 magnaði svo þann vanda, um leið og kaupmáttur ráðstöfunartekna féll um ríflega 20%.

Á hinum ágæta upplýsingavef Hagstofu Íslands má finna tölur um fjölda fjölskyldna sem skulda meira en þær eiga, þ.e. eru með neikvætt eigið fé.

Á myndinni hér að neðan má sjá hve stór hluti fjölskyldna var í þessari stöðu fyrir og eftir hrun – og hvernig staðan er nú.

Hlutfall með neikvæða eiginfjárstöðu

Árið 2005 voru 19% fjölskyldna með neikvæða eiginfjárstöðu. Þeim fjölgaði svo stig af stigi til 2008, en þá nærri tvöfaldaðist fjöldi eignalausra fjölskyldna, fór í 36,7%.

Stökkið varð samhliða aukinni verðbólgu sem kom í kjölfar hruns krónunnar, sem hófst í byrjun ársins 2008 og tók svo mikla dýfu til viðbótar með hruni bankanna.

Áfram stækkaði sá hluti fjölskyldna sem skuldaði meira en þær áttu, allt til 2010, er hann náði hámarki í 41%.

Fjórar af hverjum tíu fjölskyldum voru þá með neikvæða eiginfjárstöðu, sem er afar mikið á alla mælikvarða.

Síðan þá hefur hlutfallið lækkað rólega og í lok árs 2013 var það rúmur þriðjungur fjölskyldna sem skuldaði meira en þær áttu.

Þrátt fyrir þennan bata er hlutfallið enn alltof hátt – eða meira en 50% hærra en var lengst af á árunum fyrir hrun.

Æskilegt hefði verið að skuldastaðan batnaði meira og örar.

 

Fleiri pistlar um Eignaskiptinguna á Íslandi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar