Föstudagur 10.10.2014 - 09:15 - FB ummæli ()

Dómgreindarlaus dómari?

Enginn efast um greind og dugnað Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögfræðings. En hann var aldrei heppilegur valkostur til að gegna starfi hæstaréttardómara.

Hvers vegna?

Jú, vegna þess að hann er stórpólitískur maður, raunar frjálshyggjuróttæklingur, sem hafði lengi verið virkur í pólitískri valdabaráttu er hann tók sæti í dómnum. Hann er enn að beita sér í pólitískri valdabaráttu og virðist hafa haldið því áfram á meðan hann sat í dómnum.

Auk þess er hann hlutdrægur vegna náinna tengsla við áhrifamikil valdaöfl. Hann hefur að sama skapi haft lítið umburðarlyndi og lítla virðingu fyrir öðrum öflum og öðrum skoðunum.

Raunar virðist stundum sem hann telji að þeir sem eru á annarri skoðun en hann gangi erinda einhvers sem ekki á rétt á sér – eða séu í andstöðu við Davíð Oddsson, eins og hann hefur sagt!

Æskilegt er að dómari geti gegnt störfum sínum á þann hátt, að hann sé sem hlutlausastur gagnvart viðfangsefninu og dæmi eftir laganna bókstaf, en sé ekki virkur gerandi á átakavettvangi þjóðmálanna.

Jón Steinar hefur nú viðurkennt að hafa skrifað hið fordæmalausa “nafnlausa bréf”. Það var sent á dómara í tilteknu máli, verjendur og fjölmiðla. Hann beitti þar brögðum til að hafa áhrif á framvindu og útkomu í dómsmáli, sem hann og valdabræður hans létu sig miklu varða.

Þetta var algerlega óverjandi gerningur af hendi hæstaréttardómara.

Dómarinn var dómgreindarlaus vegna hlutdrægni sinnar og þátttöku í valdabraski.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar