Föstudagur 07.11.2014 - 11:05 - FB ummæli ()

Læknar eiga að fá sérmeðferð

Verkfall lækna snýst um að bjarga íslenska heilbrigðiskerfinu, frá því að holast að innan með flótta fagfólks.

Sú þróun er auðvitað þegar byrjuð en mun aukast stórlega ef læknar ná ekki viðunandi árangri, með þessari neyðaraðgerð sem verkfall þeirra er.

Óbætanlegt tjón getur auðveldlega orðið á íslenska heilbrigðiskerfinu á stuttum tíma.

Það er því mikið í húfi.

Ég tel að læknar eigi að fá sérmeðferð og ganga eiga langt til að mæta kröfum þeirra, þó ekki sé farið alveg alla leið.

Allir Íslendingar eru sammála þessu, nema framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), en þeir sem hann vinnur fyrir (stjórnendurnir í atvinnulífinu) eru þegar búnir að fá ríflegar hækkanir tekna sinna, langt umfram alla aðra.

Flestir Íslendingar eru sammála því að miklar hækkanir til lækna geti ekki gengið yfir línuna í almennum kjarasamningum.

Það eru einfaldlega meiri hagsmunir en minni, að okkur takist að halda í þá í landinu. Miklu má kosta til að svo verði. Landflótti lækna er raunveruleg hætta.

Læknar eiga því að fá sérmeðferð.

Í staðinn eigum við hin að sætta okkur við minna, það er að almenn aukning kaupmáttar í landinum fylgi einungis hagvextinum til fulls. Kaupmáttur almennings á að lágmarki að aukast jafn mikið á ári hverju og þjóðarframleiðsla á mann eykst, eða um ca. 3% á ári umfram verðlag.

Það er víst ærið verkefni fyrir fulltrúa okkar að skila því.

Kjarabarátta lækna snýst hins vegar um að bjarga heilbrigðiskerfinu frá hruni.

Árangur lækna nú er forsenda þess að viðunandi verði að búa áfram á Íslandi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar