Sunnudagur 30.11.2014 - 13:37 - FB ummæli ()

Hlægilegur náttúrupassi

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar alla leið með náttúrupassann – einmitt nú þegar samtök helstu aðila í ferðaþjónustu hafa snúist gegn þeirri leið. Vilja frekar gistináttagjald.

Þetta er mikill dómgreindarbrestur hjá Ragnheiði Elínu.

Náttúrupassinn felur í sér að nú verða Íslendingar skattlagðir sérstaklega ef þeir vilja skoða náttúruperur í landi sínu. Það verður aldrei samþykkt af almenningi.

Vonandi stöðva Framsóknarmenn þessa fásinnu. Tveir glæsilegustu formenn Framsóknarflokksins sem jafnframt voru þekktir náttúruunnendur, Eysteinn Jónsson og Steingrímur Hermannsson, hefðu aldrei látið sér detta í hug að taka þátt í slíkri gjaldtöku á Íslendinga, fyrir að njóta landsins.

Náttúrupassinn felur líka í sér að hafa verður eftirlitsfólk með sultardropa á nasavængjum við helstu náttúruperlur, allan ársins hring, til að tryggja að enginn komist inn án passa.

Það er eins óhagkvæm framkvæmd og hægt er að hugsa sér. Skapar að auki ógeðfellda mynd af Íslandi.

Heillandi náttúruparadís breytist í rukkunarparadís!

Í stað þess að vöxtur ferðaþjónustu sé einkum til að afla þjóðinni aukinna tekna þá verður sá vöxtur tilefni til að skattleggja Íslendinga sjálfa aukalega!

“Skattalækkunarstefna” Sjálfstæðisflokksins verður sífellt furðulegri: hærri matarskattur, hærri bókaskattur, hærri notendagjöld í heilbrigðismálum og nú sérstakt gjald á landsmenn fyrir að skoða land sitt!

Veiðigjald útvegsmanna, sem nú græða sem aldrei fyrr, mun þó lækka. Þannig er forgangsröðunin.

Öll skynsemi mælir með hærra gistináttagjaldi á ferðaþjónustuna, til að afla fjár til verndar og uppbyggingar aðstöðu á ferðamannastöðum. Það myndi einkum leggjast á erlenda ferðamenn.

Ráðherrann er augljóslega að sigla málinu og sjálfri sér í strand.

Hvers vegna á skynsemin svona erfitt uppdráttar í pólitíkinni – og þá sérstaklega í Sjálfstæðisflokknum?

 

Síðasti pistill:  Er Ísland ónýtt?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar