Föstudagur 19.12.2014 - 14:06 - FB ummæli ()

Við greiðum Icesave – með bros á vör!

Bresk stjórnvöld sendu í gær frá sér tilkynningu um að þau hafi nú endurheimt um 85% af Icesave skuld Íslendinga, sem þau lögðu út fyrir strax eftir hrun.

Stefnt er að því að skuldin verði að fullu innheimt árið 2017, segir jafnframt í tilkynningunni (sjá hér).

Þetta hljómar auðvitað undarlega á Íslandi.

Íslendingar kusu tvisvar í þjóðaratkvæði gegn Icesave og töldu sig vera að hafna því að greiða “skuldina”, enda væri þetta ekki skuld Íslands.

Síðan unnum við dómsmálið fyrir EFTA dómstólnum og þar með var staðfest að stjórnvöld bæru ekki ábyrgð á málinu.

En þrotabú gamla Landsbankans greiðir samt skuldina upp í topp, í gegnum nýja Landsbankann, sem er nærri 100% í eigu íslenska ríkisins (okkar allra).

Það var raunar inntak allra samninganna um Icesave, frá fyrsta Svavars-samningnum til Buchheit-samningsins, að eignir þrotabúsins myndu renna til greiðslu á innistæðum Icesave-reikninga gamla Landsbankans.

Við sleppum að vísu við vaxtagreiðslur sem gert var ráð fyrir í báðum samningunum sem felldir voru í þjóðaratkvæði forseta vors, Ólafs Ragnars Grímssonar. Ef ríkið hefði gengist undir að greiða einhverja vexti af skuldinni þá hefði það væntanlega einnig getað gert kröfu fyrir því í þrotabúið.

Þjóðaratkvæðagreiðslurnar um Icesave og sigurinn í dómsmálinu skipta þannig frekar litlu þegar upp er staðið.

Höfuðstóll Icesave innistæðanna verður greiddur upp að fullu af þrotabúinu – í gegnum Landsbankann “okkar”.

Svona geta hlutirnir orðið mótsagnakenndir!

 

Síðasti pistill:  OECD hafnar óheftum markaði og ójöfnuði

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar