Færslur fyrir janúar, 2015

Laugardagur 24.01 2015 - 10:29

Ný sápuópera: Hannes hreinsar Davíð

Um daginn fór ég á fyrirlestur sem Hannes Hólmsteinn hélt um “ný gögn um hrunið”. Þar kom að vísu fátt nýtt fram um orsakir hrunsins, en þetta var hins vegar skemmtilegt tækifæri til að sjá hvernig Hannes er að þróa skáldskap sinn um meintar erlendar orsakir hrunsins, sem hann segist vinna að. Hannes segir sjálfur […]

Miðvikudagur 21.01 2015 - 14:32

Aukinn ójöfnuður í eignaskiptingu á Íslandi

Síðustu daga hefur verið mikil umfjöllun um aukinn ójöfnuð í skiptingu eigna í heiminum, í framhaldi af nýrri skýrslu Oxfam um efnið. Nú virðist stutt í að ríkasta eina prósentið í heiminum eigi meira en helming allra eigna á jörðinni. Það eru tíðindi. Í byrjun október síðastliðinn skrifaði ég þrjár greinar á Eyjuna um eignaskiptinguna […]

Þriðjudagur 20.01 2015 - 12:51

Svona er sólarlagið

Í svartasta skammdeginu og síendurteknum leiðindaveðrum er gott að horfa til bjartari tíma. Hér er sería af sólarlagsmyndum. Smellið á myndirnar til að sjá alla seríuna og einstakar myndir í stærri upplausn.

Föstudagur 16.01 2015 - 22:32

Eygló hugsar um almenning

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur staðið velferðarvaktina í ríkisstjórninni. Fyrir Framsóknarflokkinn gegnir hún einu alþýðingarmesta ráðherraembættinu, því kosningaloforð Framsóknar voru einkum á sviði velferðarmála. Eygló vill efla velferðarríkið og koma húsnæðismálunum í höfn. Lækka skuldabyrði heimilanna og laga stöðu leigjenda. Bæta hag lífeyrisþega. Þegar hafa náðst mikilvægir áfangar á þeirri braut. Fleira er þó á […]

Föstudagur 16.01 2015 - 11:39

Er rétt að selja Alþingishúsið?

Þegar RÚV var hlutafélagavætt árið 2007 fékk það í vöggugjöf óviðráðanlegar lífeyrisskuldbindingar, sem rekstrinum var þó ætlað að bera. Kjarninn gerir ágæta grein fyrir þessu í dag. RÚV réð aldrei við lífeyrisskuldbindingarnar og tók lán fyrir þeim. Það lán er nú að drekkja Ríkisútvarpinu, þrátt fyrir mikinn sparnað í rekstri á síðustu árum. Þarna var […]

Þriðjudagur 13.01 2015 - 13:48

Afleiðingar hryðjuverkanna

Hryðjuverkin skelfilegu í París munu magna þróun sem þegar er komin á mikinn skrið á Vesturlöndum: Andúð á Íslam mun aukast Leit að og eftirlit með hættulegum einstaklingum eykst Umburðarlyndi í opnum samfélögum veikist Vandi fjölmenningarsamfélaga eykst Stjórnmálaflokkar sem vilja hefta fjölgun innflytjenda munu eflast Hryðjuverkin vekja auðvitað óhug. Þau tengjast kimum Íslamstrúar og eru […]

Sunnudagur 11.01 2015 - 11:20

Launa þarf listamennina svo menning blómstri

Það er dýrt að vera Íslendingur. Það gerir fámennið. Markaður í fámennissamfélagi er alltaf takmörkunum háður. Ekki eru nógu margir til að heilbrigð samkeppni fái þrifist. Verðlag er því of hátt. Þeir sem reyna að lifa af því að selja sérvöru hafa of fáa kaupendur. Þetta á ekki síst við um flest svið menningar. Það […]

Fimmtudagur 08.01 2015 - 12:11

Olíufélögin hirða lækkunina sjálf!

Olíuverð hefur lækkað um nálægt 50% á heimsmarkaði. Verðið á bensíni til almennings hér á landi hefur hins vegar aðeins lækkað um 20% (sjá hér). Þarna munar miklu. Ætla má að sanngjarnt væri að lækkun um 50% á heimsmarkaði skilaði sér í a.m.k. 25% lækkun á smásöluverði hér á landi, að teknu tilliti til opinberra […]

Þriðjudagur 06.01 2015 - 14:30

Tekjuskiptingin – góð umsögn í virtu fagtímariti

Haustið 2013 kom út hjá hinni virtu Stanford University Press útgáfu í Bandaríkjunum bókin Income Inequality: Economic Disparities and the Middle Class in Affluent Countries. Luxembourg Incomes Study setrið í Lúxemborg (LIS), einn helsti vettvangur alþjóðlegra rannsókna á tekjuskiptingu, stóð að bókinni. Ég og Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur eigum kafla í henni, þar sem fjallað er um samband […]

Laugardagur 03.01 2015 - 15:45

Ísland er gott – en gæti verið mun betra

Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, benti réttilega á að Íslendingar hafa náð afar góðum árangri við uppbyggingu lífsgæða frá lýðveldisstofnun til nútímans, í áramótaávarpi sínu. Ég skrifaði bók árið 1990 um viðamikla rannsókn á lífskjörum á Íslandi, sem gerð var árið 1988, fyrir hátt í þrjátíu árum síðan. Þar var meðal annars mikill samanburður á lífskjörum […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar