Þriðjudagur 06.01.2015 - 14:30 - FB ummæli ()

Tekjuskiptingin – góð umsögn í virtu fagtímariti

Income Inequality coverHaustið 2013 kom út hjá hinni virtu Stanford University Press útgáfu í Bandaríkjunum bókin Income Inequality: Economic Disparities and the Middle Class in Affluent Countries.

Luxembourg Incomes Study setrið í Lúxemborg (LIS), einn helsti vettvangur alþjóðlegra rannsókna á tekjuskiptingu, stóð að bókinni.

Ég og Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur eigum kafla í henni, þar sem fjallað er um samband milli bóluhagkerfisins, hrunsins og tekjuskiptingarinnar á Íslandi.

Við erum þarna í félagsskap með mörgum fremstu sérfræðingum heimsins í tekjuskiptingarrannsóknum. Ekki skemmir heldur að við höfum fengið mjög góð viðbrögð við rannsókn okkar.

Síðasta sumar birtust dómar um bókina í fagtímaritum, m.a. í American Journal of Sociology, sem er eitt virtasta fræðatímarit þjóðfélagsfræðinnar.

Hér má sjá dóminn, sem er mjög jákvæður og aðstandendum bókarinnar til mikillar ánægju:

AJS-review-Income-Inequality.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar