Færslur fyrir febrúar, 2015

Fimmtudagur 26.02 2015 - 11:39

Stjórn fjármála – Ísland verst í heimi?

Írar eru nú að rannsaka orsakir fjármálahrunsins sem varð 2008. Í Irish Times í gær var frétt um vitnisburð tveggja prófessor fyrir rannsóknarnefnd þingsins. Báðir fjölluðu um að reglun og eftirlit í fjármálageiranum hefði verið mjög veikburða á Írlandi og gríðarleg mistök hefðu því verið gerð, einkum í seðlabankanum og fjármálaeftirlitinu. Gregory Connor, prófessor í fjármálahagfræði […]

Mánudagur 23.02 2015 - 10:58

Kaupþingslánið – svörin sem vantar

Sá óvenjulegi og stóri viðburður að Seðlabankinn skyldi ákveða að lána Kaupþing banka nær allan gjaldeyrisvarasjóð Íslands þann 6. október 2008 er enn að mestu óskýrður. Ákvörðunin var tekin á hrundaginn mikla. Síðar sama dag flutti Geir Haarde “Guð blessi Ísland” ræðuna. Um kvöldið setti Alþingi svo neyðarlögin og morguninn eftir var Landsbankinn fallinn. Glitnir […]

Miðvikudagur 18.02 2015 - 10:46

Um hvað snýst Víglundarmálið?

Brynjar Níelsson, lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað skýrslu til Alþingis um trúverðugleika ásakana Víglundar Þorsteinssonar í garð fyrri stjórnvalda, opinberu stjórnsýslunnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Víglundur fullyrti að leiðtogar fyrri ríkisstjórnar, Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir, hefðu ásamt öðrum framið það sem er ígildi landráðs – hvorki meira né minna (þó hann hafi ekki notað það orð). […]

Föstudagur 13.02 2015 - 11:16

Vitfirring Viðskiptaráðs

Viðskiptaráð Íslands var með árlega revíu sína í gær. Þetta eru skrautlegar samkomur þar sem forystumenn Viðskiptaráðs koma fram í röndóttum jakkafötum og segja þjóðinni og stjórnmálamönnum hvernig stjórna eigi landinu. Fyrir hrun voru þessar samkomur vinsælar. Menn töldu að spekingar Viðskiptaráðs hefðu höndlað sannleikann og mændu upp í nasir þeirra. Sannleikur þeirra reyndist vera […]

Sunnudagur 08.02 2015 - 10:46

Hrunið og árangur endurreisnarinnar

Ég skrifaði fræðilega grein í Íslenska þjóðfélagið, tímarit Félagsfræðingafélagsins, í desember sl. Þar fjalla ég ítarlega um áhrif hrunsins á lífskjör þjóðarinnar og árangurinn við endurreisn samfélagsins (greinina í heild má sjá hér). Í útdrætti er efni og niðurstöðum úttektarinnar lýst svona: “Hér er fjallað um einkenni íslensku fjármálakreppunnar og spurt hvernig hún hafði áhrif á […]

Þriðjudagur 03.02 2015 - 14:21

Skipting eigna – hvar er Ísland í röðinni?

Skipting auðsins á Íslandi hefur verið til umræðu að undanförnu. Það er gagnlegt, því eignaskiptingin er hér, eins og annars staðar, mun ójafnari en tekjuskiptingin. Fjármálaráðuneytið birti í gær tölur úr skattframtölum um eignaskiptinguna á Íslandi (sjá hér og hér). Hagstofan er með talsvert af upplýsingum um þetta á vef sínum (sjá hér). Ég hef birt […]

Sunnudagur 01.02 2015 - 14:42

Velferðarvaktin – metnaðarfull ný stefna

Velferðarvaktin, sem nú starfar samkvæmt nýrri forskrift undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur fyrrverandi ráðherra, sendi frá sér nýja og metnaðarfulla skýrslu í síðustu viku. Þar eru útfærðar tillögur í 6 liðum til að vinna bug á sárri fátækt á Íslandi, ekki síst fátækt barnafjölskyldna. Skýrsluna má sjá hér. Þarna eru tímabærar og ágætlega útfærðar tillögur um […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar abstraksjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar