Sunnudagur 01.02.2015 - 14:42 - FB ummæli ()

Velferðarvaktin – metnaðarfull ný stefna

Velferðarvaktin, sem nú starfar samkvæmt nýrri forskrift undir forystu Sivjar Friðleifsdóttur fyrrverandi ráðherra, sendi frá sér nýja og metnaðarfulla skýrslu í síðustu viku.

Þar eru útfærðar tillögur í 6 liðum til að vinna bug á sárri fátækt á Íslandi, ekki síst fátækt barnafjölskyldna. Skýrsluna má sjá hér.

Þarna eru tímabærar og ágætlega útfærðar tillögur um velferðarstefnu, sem gætu breytt miklu ef þær kæmu til framkvæmdar. Það hlýtur að vera markmið stjórnvalda, því Velferðarvaktin starfar á vegum Velferðarráðuneytisins.

Eftirfarandi eru þrjár mikilvægustu tillögurnar, af sex:

  • Barnabætur og barnatryggingar – til að vinna bug á fátækt barnafjölskyldna
  • Viðmið til lágmarksframfærslu skilgreind betur, með samkomulagi helstu hagsmunaaðila. Þar með yrðu þau viðmið raunsærri og áhrifameiri en nú er
  • Víðtækar tillögur um framboð húsnæðis og nýjar húsnæðisbætur, með mun meiri stuðningi við leigjendur (að þessu er þegar unnið í Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu)

Staðreyndin er sú, að vegna þess að frekar fáir búa við sára fátækt á Íslandi, í samanburði við önnur vestræn lönd (sbr. nýjar tölur Hagstofu Íslands), þá mun ekki kosta mikið að útrýma henni.

Velferðarvaktin segir m.a.: “Í Noregi eru barnabætur um 20.000 kr. á barn á mánuði. Miðað við lauslega útreikninga í janúar 2015 má sjá að ef greiddar yrðu um 15.000 kr. með hverju barni á mánuði í ótekjutengdar barnabætur á Íslandi, sem er nokkuð lægra en norska viðmiðið, vegna 80.000 barna myndi það kosta ríkissjóð um 14,4 milljarða króna árlega” (í stað rúmlega 10 milljarða eins og nú er).

Slíkar umbætur, sem myndu færa okkur nær grannþjóðunum á þessu sviði, eru því mjög viðráðanlegar fyrir íslenska samfélagið.

Það ber að fagna sérstaklega þessari skýrslu Velferðarvaktarinnar.

 

Síðasti pistill:  Ný sápuópera – Hannes hreinsar Davíð

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar