Föstudagur 13.03.2015 - 12:50 - FB ummæli ()

Lítil stjórnviska

Afgreiðsla ESB-málsins í gær er undarleg og ber ekki vott um mikla stjórnvisku þeirra sem að standa.

Reynt er að stilla málinu upp eins og það sé afgreitt, búið og gert erlendis. Ísland sé ekki lengur umsóknarríki hjá ESB, án þess að Alþingi sem tók upphaflega ákvörðun um aðildarumsókn komi að málinu.

En svo segir utanríkisráðherra eftirfarandi í Morgunblaðinu í dag: „Ég hef ekki sent neitt bréf þar sem fram kemur að einhverju sé rift eða það dregið til baka.”

Síðan heldur hann áfram og segir: „Málið er í þeim farvegi að þetta ferli er einfaldlega komið á endastöð.”… “Það er ljóst að lengra verður ekki haldið.”

Ráðherrann slær sem sagt úr og í.

Morgunblaðið sættir sig greinilega ekki við annað en að þetta sé skýr niðurstaða um afturköllun umsóknar. Það gengur fast að Bjarna Benediktssyni og spyr ítrekað:

„Þannig að umsóknin hafi verið afturkölluð?“

Og endanlegt svar Bjarna er: „Þetta jafngildir því.“

Með því að draga umsóknina formlega til baka eru valkostir Íslands í framtíðinni þrengdir. Sá valkostur var fyrir hendi, að láta málið liggja í dvala næstu 5 árin, því ESB ætlar ekki að taka inn ný ríki á þeim tíma.

Þannig var raunar búið að setja málið til hliðar – en tækifærum Íslands haldið opnum ef aðstæður kynnu að breytast á þessu sviði.

Haukarnir í kringum Davíð Oddsson hafa hins vegar ekki unað öðru en tafarlausri afturköllun umsóknarinnar – sama hvað hagsmunum þjóðarinnar í framtíðinni líður.

Með því að gera þetta svona magnar ríkisstjórnin ófrið um málið, úr öllu hófi.

Stjórnarflokkarnir gera sér málið þannig mun erfiðara en þeir þurftu og þrengja tækifæri Íslands. Það er lítil stjórnviska í slíku framferði.

Eru það bitrir hrokamenn í Hádegismóum sem ráða för, jafnvel gegn vilja utanríkisráðherrans? Hann talar nú tveimur tungum um þessa framkvæmd, eins og sýnt var hér að framan.

Sennilega munu báðir stjórnarflokkarnir tapa á þessu háttalagi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar