Færslur fyrir apríl, 2015

Fimmtudagur 30.04 2015 - 13:19

Leiðin út úr kjaradeilunum

Staðan á vinnumarkaði er erfið. Atvinnurekendur segja kröfur alltof miklar en allur almenningur styður kröfu Starfsgreinasambandsins (SGS) um að 300 þúsund króna lágmarkslaun náist á næstu þremur árum. Það þýðir hækkun um 30 þúsund krónur á ári fyrir þá lægst launuðu, þrjú ár í röð. Í mörgum atvinnugreinum er auðvelt að verða við þessum kröfum […]

Laugardagur 25.04 2015 - 12:37

Allir greiða skatta – líka lágtekjufólkið

Í stórri fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins í dag segir að þau 18% sem lægstar tekjur hafa greiði ekki skatta. Viðskiptablaðið bergmálar uppsláttinn. Í báðum tilvikum er vísað til úttektar í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra. Þetta er hins vegar kolrangt. Það rétta er að nær allir greiða einhverja skatta. Líka þau 18% sem hafa lægstu tekjurnar. Lágtekjufólk greiðir […]

Þriðjudagur 21.04 2015 - 14:55

Ráðherra fær reisupassann!

Nú berast þau tíðindi frá Alþingi að náttúrupassafrumvarpið sé dautt. Það verður ekki afgreitt úr nefnd á þessu þingi. Ekki er meirihluti fyrir því, hvorki hjá stjórnarflokkun né stjórnarandstöðu. Þetta mátti sjá fyrir. Ég sagði í pistli sl. vetur um þessa skelfilegu hugmynd ráðherrans, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, að líklegra væri að hún fengi reisupassa en […]

Þriðjudagur 14.04 2015 - 22:31

Hefur HB Grandi efni á kauphækkun?

Starfsgreinasambandið krefst 300 þúsund króna lágmarkslauna fyrir lágtekjufólk í fiskvinnslu (sem á að nást á þremur árum). Til að koma lægstlaunaða fiskvinnslufólkinu upp í 300 þúsund króna grunnlaun á mánuði þarf um 80 þúsund króna hækkun, þ.e. um 33% hækkun. Grandi var nýlega að hækka stjórnarlaun um 33% (sjá hér). Hefur HB Grandi efni á […]

Sunnudagur 12.04 2015 - 16:07

Rúnni Júl sjötugur – glæsileg hátíð

Poppgoðið og gæðingurinn Rúnar Júlíusson hefði orðið sjötugur um þessar mundir, hefði hann lifað. Ekki þarf að fara mörgum orðum um framlag Rúnna Júll til þjóðlífsins á glæsilegum ferli hans. Hann skilur eftir sig ríka arfleifð í tónlistinni, sem Keflvíkingar halda vel í heiðri, meðal annars með byggingu Hljómahallarinnar við Stapann. Synir Rúnna, þeir Baldur […]

Laugardagur 11.04 2015 - 11:26

Hundruð milljarða í útgönguskatt?

Ræða Sigmundar Davíðs á flokksþingi Framsóknarflokksins hefur eðlilega vakið mikla athygli. Enda reifaði hann athyglisverð áform. Að sumu leyti skerpir Sigmundur á mun sem er milli stjórnarflokkanna, sem er eðlilegt og æskilegt að liggi fyrir með skýrum hætti. Andstaða Framsóknar við einkavæðingu Landsvirkjunar er til dæmis afar mikilvæg. Vilji forsætisráðherra til að leggja höfuðáherslu á […]

Miðvikudagur 08.04 2015 - 11:59

Ögurstund í húsnæðismálum

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur látið búa til nokkur ný frumvörp um skipan húsnæðismála og húsnæðisbóta. Markmið þessara frumvarpa er að taka á hinum gríðarlega vanda sem er á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Bæði þarf að tryggja betur framboð húsnæðis fyrir ungt fólk og fólk með lægri- og millitekjur og bæta sérstaklega stöðu leigjenda. […]

Fimmtudagur 02.04 2015 - 10:54

Sólmyrkvabúgi

Sólmyrkvanum fagnað Rýnt í myrkvann   Gleðilega páska!

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar