Miðvikudagur 08.04.2015 - 11:59 - FB ummæli ()

Ögurstund í húsnæðismálum

Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur látið búa til nokkur ný frumvörp um skipan húsnæðismála og húsnæðisbóta.

Markmið þessara frumvarpa er að taka á hinum gríðarlega vanda sem er á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins.

Bæði þarf að tryggja betur framboð húsnæðis fyrir ungt fólk og fólk með lægri- og millitekjur og bæta sérstaklega stöðu leigjenda.

Þetta kallar á nýja skipan húsnæðismála – hvorki meira né minna.

Málin hafa tafist í fjármálaráðuneytinu.

Spurningin er hvort Sjálfstæðismenn ætli að standa í vegi fyrir nauðsynlegum umbótum ráðherrans á þessu sviði?

Þar á bæ gætir oft fyrirstöðu til framfara á sviði velferðarmála. Umhyggja fyrir verktökum og hátekjufólki er iðulega nærtækari í huga Valhallar-manna.

Grannt verður því fylgst með framgangi húsnæðismálanna.

Ef vel tekst til verður þetta mikil skrautfjöður í hatti stjórnvalda.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar