Færslur fyrir desember, 2015

Mánudagur 28.12 2015 - 10:34

Óreiðan í einkageiranum

Þekkt er að hrunið orsakaðist öðru fremur af gríðarlegri skuldasöfnun íslenska þjóðarbúsins (sjá hér). Það voru ekki heimilin sem voru helstu sökudólgarnir. Ekki heldur ríkisvaldið (það greiddi niður skuldir á árunum fyrir hrun). Nei, það voru fyrirtækin og bankarnir sem drekktu Íslandi í skuldum (sjá hér). Myndin hér að neðan sýnir skuldasöfnun íslenskra fyrirtækja í […]

Þriðjudagur 22.12 2015 - 15:31

Jólakveðja til Viðskiptaráðs

Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir að það sé fyrir neðan virðingu ráðsins að svara gagnrýni minni á róttækar hugmyndir þeirra, um að fækka opinberum stofnunum um meira en helming. Hann ákvað samt að gera það, til að leiðrétta meintan misskilning minn á hugmyndum ráðsins, en þær hafa mælst afar illa fyrir. En það var enginn misskilningur í […]

Fimmtudagur 17.12 2015 - 11:42

Viðskiptaráð á villigötum

Fyrir hrun hældi Viðskiptaráð sér af því, að ríkisstjórnir landsins hefðu samþykkt meira en 90% af stefnumálum Viðskiptaráðsins. Þeir voru ein helsta klappstýra hrundansins. Forystumenn ráðsins fyrr og nú voru í hópi helstu gerenda þess sem afvega fór. Nú eru þeir komnir á fullt á ný og þyrstir í meira af því sama. Þeir vilja […]

Fimmtudagur 10.12 2015 - 13:41

Mótun framtíðar – í boði Trausta Valssonar

Fyrir skömmu kom út bókin Mótun framtíðar: Hugmyndir – skipulag – hönnun, eftir Trausta Valsson, prófessor í skipulagsfræðum við Háskóla Íslands. Þetta er óvenjuleg bók, eins konar fagleg ævisaga. Trausti gerir grein fyrir námi sínu, þróun hugmynda sinna og starfsferli, í samhengi við hugmyndasögu skipulagsfræðanna og tíðarandann í samfélaginu. Þetta er mjög gott yfirlit um […]

Sunnudagur 06.12 2015 - 13:59

Skilningsleysi í fjárlaganefnd?

Margir urðu forviða yfir þeirri uppákomu er varð í fjárlaganefnd Alþingis þegar forstjóri Landsspítalans kom þar á fund fyrir skömmu. Forysta nefndarinnar talaði um að stjórnendur Landsspítalans beittu nefndina “andlegu ofbeldi” og sögðu að slíkt væri árlegur viðburður. Forsendan virðist vera sú, að stjórnendur Landsspítalans séu að fara fram á ónauðsynlegar eða óréttmætar fjárveitingar. Í viðtali […]

Þriðjudagur 01.12 2015 - 11:47

Er Ólafur Ragnar stærsta vandamálið?

Ég hef verið svolítið undrandi yfir hörðum viðbrögðum sumra við ummælum forseta vors, Ólafs Ragnars Grímssonar, um hættu af öfgamúslimum í nútímanum. Samt sagði Ólafur Ragnar einungis það augljósa um málið. Raunar það sama og flestir ábyrgir þjóðarleiðtogar í Evrópu og Norður Ameríku, bæði til hægri og vinstri í litrófi stjórnmálanna. Svo flæðir þessi neikvæða […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar