Þriðjudagur 01.12.2015 - 11:47 - FB ummæli ()

Er Ólafur Ragnar stærsta vandamálið?

Ég hef verið svolítið undrandi yfir hörðum viðbrögðum sumra við ummælum forseta vors, Ólafs Ragnars Grímssonar, um hættu af öfgamúslimum í nútímanum.

Samt sagði Ólafur Ragnar einungis það augljósa um málið.

Raunar það sama og flestir ábyrgir þjóðarleiðtogar í Evrópu og Norður Ameríku, bæði til hægri og vinstri í litrófi stjórnmálanna.

Svo flæðir þessi neikvæða afstaða yfir á umræðu um hvort Ólafur Ragnar bjóði sig fram á ný, í viðbót við langan og farsælan feril.

Andstæðingar hans eru margir ansi ruddalegir í ummælum um þetta.

Auðvitað er málefnalegt að velta því upp hversu lengi þjóðkjörnir leiðtogar geti setið í embætti og hvort ástæða sé til að setja tímamörk á það.

Okkar löggjöf er hins vegar opin hvað þetta snertir. Það er því óhætt að segja að þjóðin einfaldlega ráði því hversu lengi kjörinn forseti komi til með að sitja. Hann sjálfur hefur þó einnig eitthvað um málið að segja.

 

Fulltrúi verðleikasamfélagsins

Oft er rætt um það sem galla á íslensku fámennis- og klíkusamfélagi að verðleikar séu settir til hliðar.

Flokksbönd, auður, vinskapur og ætterni ráði of miklu. Samfélagið sé ekki verðleikasamfélag í nógu miklum mæli. Vinstri menn leggja oft mikla áherslu á þetta.

Ólafur Ragnar er hins vegar mjög góður fulltrúi verðleikahugsjónarinnar. Það er varla umdeilt.

Hann vann sig upp í embættið af eigin verðleikum – og raunar í andstöðu við ríkjandi yfirstétt þess tíma; ríka og valdamikla fólkið í Sjálfstæðisflokknum.

Í embætti hefur hann ítrekað sýnt mikla hæfni og styrk, þó auðvitað megi hafa efasemdir um sumt sem hann hefur gert.

Nú er meira að segja svo komið að yfirstéttin á hægri vængnum er búin að taka hann í sátt, þó því fylgi enn eitthvert óbragð í munni einstaka pótintáta Sjálfstæðisflokksins.

Ef þeir fyndu á honum höggstað myndu þeir án efa hjóla í hann af mikilli grimmd og miskunnarleysi.

Vinstri menn eru hins vegar margir harðari í andstöðu við Ólaf Ragnar nú til dags. Í þeim hópi eru einmitt sumir sem leggja mikla áherslu á verðleikasamfélagið sem hugsjón og markmið.

En ef maður horfir raunsætt á málið, þá er leitun að manni sem er verðugri fulltrúi verðleikasamfélags en Ólafur Ragnar Grímsson – þrátt fyrir allt.

 

Síðasti pistill:  Umfang skattsvika og bótasvika

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar