Fimmtudagur 17.12.2015 - 11:42 - FB ummæli ()

Viðskiptaráð á villigötum

Fyrir hrun hældi Viðskiptaráð sér af því, að ríkisstjórnir landsins hefðu samþykkt meira en 90% af stefnumálum Viðskiptaráðsins.

Þeir voru ein helsta klappstýra hrundansins. Forystumenn ráðsins fyrr og nú voru í hópi helstu gerenda þess sem afvega fór.

Nú eru þeir komnir á fullt á ný og þyrstir í meira af því sama.

Þeir vilja skera lýðræðið og ríkisvaldið við trog og draga úr velferðarkerfinu sem mestan þrótt. Markaði og einkageira vilja þeir hins vegar allt!

Í nýjasta fréttabréfi sínu heimta þeir að ríkisstofnunum verði fækkað um meira en helming, hvorki meira né minna! Úr 188 niður í 70. Fækkun um 118 opinberar stofnanir þýðir gríðarlega fækkun sérhæfðra starfsmanna. Fjöldaatvinnuleysi.

Til dæmis vilja þeir fella rekstur allra opinberra safna á safnasviði undir eina stjórn. Þeim finnst þetta líklega allt vera sama “menningardraslið”: Þjóðminjasafnið, Listasafnið og jafnvel Óperan og Sinfónían…

Umboðamann skuldara vilja þeir feigan, osfrv…

Um daginn heimtuðu þeir að umbótafrumvörp Eyglóar Harðardóttur um húsnæðismál verði felld. Þeir vilja engar húsnæðisbætur fyrir almenning og helst engar barnabætur heldur.

 

Viðskiptaráð býður aftur til veislu fyrir yfirstéttina – á kostnað almennings.

Í boðskap sínum um meinta þörf fyrir gríðarlegan niðurskurð á opinbera stofnanakerfinu segir Viðskiptaráð eftirfarandi:

“Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Þrátt fyrir það höldum við úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir. Kostnaður þjóðfélagsins af slíku fyrirkomulagi er mun hærri en annars staðar…” (feitletrun mín)

Þarna falla hugsjónamenn Viðskiptaráðs á fyrsta prófinu, í barnalegum ákafa sínum.

Því þessi fullyrðing þeirra er kolröng. Þessi kostnaður er ekki meiri hér en annars staðar. Öðru nær.

Það má sjá á myndinni hér að neðan, en hún sýnir heildarútgjöld hins opinbera á Íslandi og í öðrum OECD-ríkjum, árið 2013 (sem hlutfall af þjóðarframleiðslu – Ísland er í rauðu).

Screen Shot 2015-12-17 at 09.55.00

Ísland er undir meðallagi OECD-ríkja hvað snertir byrðar af opinberum útgjöldum ríkis og sveitarfélaga. Takið eftir því.

Fjórtán ríki eru með meiri opinber útgjöld en við og ellefu eru með minni útgjöld.

Ef Viðskiptaráði tækist að stórfækka opinberum stofnunum og skera velferðarútgjöld niður, eins og þeir vilja, þá færist Ísland mun nær Bandaríkjunum.

Þá værum við ekki lengur hluti af norrænu velferðarríkjunum.

Er það virkilega eftirsóknarvert fyrir Íslendinga að líkjast hinu misheppnaða bandaríska samfélagi meira en þegar er?

Var reynslan af leiðsögn og gerðum Viðskiptaráðs á árunum að hruni svo góð að ástæða sé til að hlusta á þá nú?

Kanski við ættum frekar að læra af reynslunni?

 

Síðasti pistill: Mótun framtíðar – í boði Trausta Valssonar

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar abstraksjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar