Miðvikudagur 20.01.2016 - 11:35 - FB ummæli ()

Hægari fjölgun öryrkja

Velferðarráðuneytið birti um daginn gagnlegt yfirlit um fjölda og fjölgun öryrkja á Íslandi frá 2005 til 2015 (sjá hér).

Í nóvember 2015 voru tæplega 17.300 öryrkjar skráðir á Íslandi. Um 95% öryrkja fá örorkulífeyri.

Frá árinu 2014 til 2015 fjölgaði öryrkjum um 1,3% og hjá örorkulífeyrisþegum var fjölgunin áþekk. Þetta er svipuð fjölgun og hjá þjóðinni allri.

Tölur ráðuneytisins, sem koma frá Tryggingastofnun ríkisins, sýna glögglega að verulega hefur hægt á árlegri fjölgun metinna öryrkja frá árinu 2010. Það tengist meðal annars breyttum vinnubrögðum við örorkumat hjá TR.

Ég birti nýlega á bloggi mínu tölur um árlega fjölgun örorkulífeyrisþega frá 1987 til 2014. Þær tölur sýna einnig að verulega hefur hægt á fjölgun þess hóps á síðustu árum, frá og með 2006 (sjá hér).

Þetta eru tveir hópar, öryrkjar og örorkulífeyrisþegar, en um báða gildir að umtalsvert hefur hægt á fjölgun þeirra á síðustu árum.

Ég sýndi einnig í fyrri grein minni að hlutfall örorkulífeyrisþega af fólki á vinnualdri er ekki hærra á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum, nema síður sé.

Það virðist vera rík tilhneiging til að ýkja fjölda öryrkja á Íslandi í fjölmiðlum og stundum í stjórnmálaumræðum. Staðreyndirnar liggja nú fyrir á opinberum vettvangi og því er hægt að byggja umræðu á þeim.

Þó það sé vissulega mikið ánægjuefni að úr fjölgun örorkulífeyrisþega hafi dregið á síðustu árum, er alltaf ástæða til að gera betur í að greiða öryrkjum þátttöku í atvinnulífi og samfélaginu almennt.

Það bætir hag samfélagsins og öryrkjanna sjálfra.

 

Síðasti pistill:  Frosti er rödd skynseminnar

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar