Þriðjudagur 26.01.2016 - 14:54 - FB ummæli ()

Bernie Sanders er ekki róttækur

Bernie Sanders ógnar nú Hillary Clinton alvarlega í kapphlaupinu um að vera frambjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum.

Sanders kallar sig „lýðræðislegan sósíalista“, það sem við í Evrópu köllum “krata” eða “jafnaðarmenn”.

Slíkt fólk hafnar gömlum leiðum sósíalista, eins og byltingu í þágu verkalýðsins og þjóðnýtingu atvinnulífsins, í anda sovétskipulagsins.

Jafnaðarmenn og félagshyggjumenn eru miðjumenn, sem styðja blandaða hagkerfið, sem best hefur reynst. Í stefnu þeirra er markmiðið þróttmikið samkeppnisumhverfi fyrir einkafyrirtæki og öflugt velferðarríki fyrir lífskjör almennings – og jöfn mannréttindi í framkvæmd.

Það er náttúrulega engin hefð fyrir evrópskri jafnaðarmennsku eða kratisma í Bandaríkjunum. Stjórnmál þar hafa alltaf verið lengra til hægri en í Evrópu og á Norðurlöndunum sérstaklega, þar sem jafnaðarmenn hafa lengst af haft völdin og mótað verulega vel heppnuð samfélög.

Í þessu samhengi má skilja að sumum Bandaríkjamönnum finnist lýsingin “lýðræðislegur sósíalisti” vera ógnvekjandi, þó hún þyki í fínu lagi í Evrópu.

Samt er Bernie Sanders að fá ótrúlega mikinn stuðning þessa dagana. Mun meira en nokkur spáði.

Hann er að segja það sem skiptir fólk máli og vill taka á því sem þarf til að rétta af þjóðfélagsþróunina í Bandaríkjunum, þar sem ríkasta fólkið fær nær allan afrakstur hagvaxtarins og millistéttin og lægri tekjuhópar standa í stað eða horfa á kjör sín rýrna.

Hlustið á myndbandið hér að neðan og þið munið sjá hvers vegna venjulegt fólk þar vestra er í vaxandi mæli að hlusta á hann og styðja framboð hans.

Ég efast þó um að hann nái kjöri sem næsti forseti Bandaríkjanna.

Vald peningaaflanna er einfaldlega of mikið í Bandaríkjunum til að stjórnmál og frambjóðendur sem setja almannahag í forgang nái í gegn. Hnignun bandarísku millistéttarinnar þarf sennilega að ganga enn lengra til að svo verði.

Bernie Sanders er talsmaður almannahagmuna og vill beita vel reyndum leiðum blandaða hagkerfisins til að ná þeim markmiðum.

Það er ekki róttækni, heldur hófleg skynsemi.

 

Síðasti pistill:  Rífandi ánægja með ÁTVR

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar