Færslur fyrir febrúar, 2016

Föstudagur 26.02 2016 - 15:05

Bankar: Öllum er misboðið – en breytist eitthvað?

Meðal helstu ástæða hruns bankanna haustið 2008 voru ófagleg vinnubrögð stjórnenda þess. Bankakerfið var síðan endurreist með framlagi skattgreiðenda og er nú að hluta í eigu ríkisins (skattgreiðenda). Hið endurreista bankakerfi hefur þó ekki beinlínis slegið í gegn! Hneykslunarefni hafa hlaðist upp. Hér eru nokkur dæmi… Borgunarmálið Símamálið Fleiri vafasamar eignasölur Bónusgreiðslur Miklar launahækkanir stjórnenda Alltof háir vextir […]

Sunnudagur 14.02 2016 - 11:19

Saga ASÍ: Mikið rit um lífskjör og framfarir

Fyrir nokkrum misserum kom út Saga Alþýðusambands Íslands eftir Sumarliða R. Ísleifsson. Verkið er mikið af vöxtum, í tveimur bindum sem eru hvort um sig um 400 blaðsíður. ASÍ hafði frumkvæði að því að ráðist var í þessa söguritum, en ASÍ fagnar hundrað ára afmæli á þessu ári. Verkið spannar tímabilið frá efri hluta 19. […]

Laugardagur 06.02 2016 - 12:56

Leiða vaxtabætur til hærra húsnæðisverðs?

Í umræðum um húsnæðismál er oft fullyrt að ekki þýði að hækka vaxtabætur eða húsaleigubætur því það leiði einfaldlega til verðhækkana á íbúðarhúsnæði, hvort sem er til kaupa eða leigu. Þetta hefur verið fullyrt í tengslum við fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á skipan húsnæðismála, sem nú eru til meðferðar á Alþingi. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa fullyrt þetta, […]

Mánudagur 01.02 2016 - 14:46

Húsnæðismálin: Sjálfstæðismenn skila auðu

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Sjálfstæðismenn hafa ítrekað reynt að leggja stein í götu þeirra umbóta í húsnæðismálum sem Eygló Harðardóttir hefur barist fyrir, í samvinnu við launþegahreyfinguna. Hér á árum áður voru Sjálfstæðismenn talsmenn séreignastefnu í húsnæðismálum og vildu greiða fyrir því að venjulegt fólk gæti eignast íbúðarhúsnæði, sérstaklega ef það álpaðist […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar