Laugardagur 12.03.2016 - 15:27 - FB ummæli ()

Sýnum þeim hvað samkeppni er

Tryggingafélögin hafa nú látið undan þrýstingi frá almenningi, vegna víðtækrar óánægju með framferði þeirra í iðgjalda og arðgreiðslumálum.

Þau ætla að lækka arðgreiðslurnar.

En þau ætla ekki að láta viðskiptavini njóta breyttra reglna ESB um bótasjóði né góðrar afkomu af ávöxtun þeirra.

Það ætla þau að hafa alfarið áfram fyrir eigendur. Líka ofteknu iðgjöldin.

Tryggingafélögin hafa sem sagt ekki enn lært lexíu sína, eins og FÍB bendir á (sjá hér).

Þess vegna þarf að veita þeim mun meira aðhald.

 

Veitum aðhald og látum samkeppnina virka

Nú ættu sem flestir viðskiptavinir stóru tryggingafélaganna þriggja að snúa sér til tryggingafélagsins Varðar og óska eftir tilboðum í tryggingar sínar (hringja eða senda skilaboð á netfang þeirra).

Það er auðvelt, gerist fljótt og án nokkurrar fyrirhafnar. Vörður hefur ekki tilkynnt um neinar sambærilegar arðgreiðslur og stóru félögin.

Ég hef heyrt af mörgum sem hafa fengið tilboð þaðan með umtalsverðri lækkun iðgjalda.

Menn geta slegið tvær flugur í einu höggi ef flutningur viðskipta til annars félags felur að auki í sér lækkun iðgjalda.

Þá er gráðugum skúrkum refsað og kjör viðskiptavina bætt.

Það er mikil þörf á að kenna tryggingafélögunum hvað samkeppni er. Raunar þarf að kenna miklu fleiri fyrirtækjum á Íslandi þá lexíu.

Þegar fyrirtæki ganga fram af óbilgirni gagnvart viðskiptavinum og starfsfólki, eða með siðleysi og græðgi gagnvart samfélaginu, þá á fólk að leita annað – ef hægt er.

Það er hægt í máli tryggingafélaganna.

Nú skulum við sem flest kenna þeim hvað samkeppni er og kanna kjörin hjá öðrum.

 

Síðasti pistill: Tryggingar:  Séríslensk sjálftaka?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar