Föstudagur 18.03.2016 - 14:10 - FB ummæli ()

Heppilegur bakgrunnur forseta?

Það hefur vakið nokkra athygli að Halla Tómasdóttir, fjárfestir og fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs (2006-2007), hefur ákveðið að bjóða sig fram í forsetakjörinu í júní.

Útaf fyrir sig er ekkert að því að Halla Tómasdóttir bjóði sig fram. Hún virðist hæf og geðþekk kona.

Það varpar þó óneitanlega skugga á framboð hennar að hún var virkur þátttakandi í mesta bulli bóluáranna, sem reyndist íslenskum almenningi dýrkeypt.

Viðskiptaráð fór offari í útbreiðslu dólgafrjálshyggju og græðgisvæðingu samfélagsins, ekki síst á þeim tíma sem Halla var þar við stjórnvölin. Viðskiptaráð og aðrir frjálshyggjuspámenn mögnuðu upp þennan tíðaranda sem á endanum gat af sér hrunið.

Það var til dæmis í hennar tíð að skýrslan um framtíðarsýnina “Ísland 2015” var birt. Þar var útrásin og fjármálavæðingin upphafin, með fádæma hroka, óvarkárni og einfeldni (sjá hér).

Þar var meðal annars þessi fræga setning:

“Viðskiptaráð leggur til að Ísland hætti að bera sig saman við Norðurlöndin enda stöndum við þeim framar á flestum sviðum.” (bls. 22)

Þó maður vilji þessari ágætu konu ekkert illt þá verður vissulega fróðlegt að sjá hvort þjóðin er nú reiðubúin til að velja sem forseta einstakling er tengdist útrásinni og fjármálabraskinu svo sterkum böndum.

Ef til vill er þetta framboð prófsteinn á það hvort þjóðin hafi yfirhöfuð eitthvað lengur við tíðaranda bóluáranna og brask fjármálaaðalsins að athuga.

 

Síðasti pistill:  Sýnum þeim hvað samkeppni er

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar