Færslur fyrir apríl, 2016

Laugardagur 30.04 2016 - 11:19

Arfleifð Davíðs: Forréttindi fyrir þá ríkustu

Það vakti athygli nýverið að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, varði “skattasniðgöngu” og notkun skattaskjóla í Reykjavíkurbréfi. Einmitt þegar umræðan um Panama-skjölin stóð sem hæst. Davíð sagði meðal annars að ekkert væri rangt við “skattasniðgöngu”, þ.e. að nota sér glufur í löggjöf eða klækjabrögð til að koma tekjum undan skatti, meðal annars með […]

Miðvikudagur 27.04 2016 - 13:52

Mun Bjarni selja ríkiseignir til vina og ættingja?

Það sem tíðkaðist á Íslandi á áratugnum fram að hruni var yfirgengilegt og einstakt. Taumlausri græðgi var sleppt lausri og yfirstéttin fór offari í braski, siðleysi og lögbrotum, sem leiddu til hrunsins. Allt var það gert með stuðningi og vitneskju stjórnvalda, undir forystu Sjálfstæðisflokksins og viðskiptaarms Framsóknarflokksins. Opinber stuðningur við notkun erlendra skattaskjóla var hluti […]

Laugardagur 23.04 2016 - 18:46

Blóðsugur á þjóðarbúinu

Panama-skjölin auka þekkingu okkar á því sem gerðist á Íslandi á áratugnum fram að hruni. Við vissum auðvitað að tíðarandi og pólitík nýfrjálshyggjunnar sleppti öllu lausu í íslenska þjóðarbúinu. Græðginni héldu engin bönd. Brask varð að meginviðfangsefni atvinnulífs og fjármálageira. Fyrirtækjum og bönkum var drekkt í skuldum. Eignir voru losaðar út. Stjórnvöld stóðu hjá og […]

Föstudagur 15.04 2016 - 15:04

Skattsvikamálin: Stórmerk grein Gunnars Smára

Í Fréttatímanum í dag er stórmerk grein, eftir ritstjórann Gunnar Smára Egilsson, um það hvernig stjórnvöld á Íslandi studdu kerfisbundið við skattaundanskot efnafólks á liðnum áratugum (sjá hér). Þetta var sérstaklega afgerandi á áratugnum fram að hruni, þegar stjórnvöld lögðu lykkju á leið sína til að greiða fyrirtækjaeigendum og fjárfestum nýjar leiðir til að nota […]

Þriðjudagur 05.04 2016 - 16:53

Skattaskjól stuðla að lögbrotum og siðleysi

Menn segja að það sé ekki ólöglegt að nota skattaskjól, að eiga félög þar og vista í þeim eignir. Hins vegar er ólöglegt að svíkja undan skatti. Skattaskjól eru þó fyrst og fremst notuð til að fela eignir og komast undan skattgreiðslum í heimalandinu. Íslendingar sem nota skattaskjól gera það til þess að komast hjá því […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar