Laugardagur 23.04.2016 - 18:46 - FB ummæli ()

Blóðsugur á þjóðarbúinu

Panama-skjölin auka þekkingu okkar á því sem gerðist á Íslandi á áratugnum fram að hruni.

Við vissum auðvitað að tíðarandi og pólitík nýfrjálshyggjunnar sleppti öllu lausu í íslenska þjóðarbúinu.

Græðginni héldu engin bönd.

Brask varð að meginviðfangsefni atvinnulífs og fjármálageira.

Fyrirtækjum og bönkum var drekkt í skuldum. Eignir voru losaðar út.

Stjórnvöld stóðu hjá og hlógu þegar fjármálaráðherrann sagði: “Sjáið þið ekki veisluna drengir?”

Á endanum féll þjóðarbúið undan þessu öllu. Kafnaði í skuldum og fjármálakerfið hrundi, með tilheyrandi byrðum fyrir almenna skattgreiðendur heimilanna.

Enda skapa braskarar engin verðmæti.

Þeir eru yfirleitt í hlutverki blóðsuganna. Sjúga til sín verðmæti sem aðrir hafa skapað.

Þetta vitum við allt.

En nú vitum við líka að Íslenskir braskarar voru stórtækari en flestir braskarar Vesturlanda í notkun erlendra skattaskjóla.

Í stað þess að brauðmylsnur féllu af háborðum yfirstéttarinnar niður til pöpulsins á landinu bláa þá streymdi fjármagn í stórum stíl í erlend skattaskjól.

Blóðinu var tappað af þjóðarbúinu.

Svo þegar snillingarnir fóru á hausinn á Íslandi og áttu ekki fyrir skuldum þá reynast enn vera miklar eignir á leynireikningum þeirra í útlöndum – sem ekki er hægt að ganga að.

Þar sýna skattaskjólin gildi sitt.

Sennilega eru margir íslenskir “snillingar” í hópi “erlendu” hrægammanna sem eru kröfuhafar í þrotabúum bankanna.

Það getur ekki verið að fjölskylda forsætisráðherra sé eini aðilinn í landinu sem það á við um.

Það hlýtur að vera eðlilegt að birta nöfn allra kröfuhafanna í þrotabú bankanna, sem nú á að leysa út með gjaldeyrisvarasjóði þjóðarinnar.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar