Mánudagur 09.05.2016 - 09:24 - FB ummæli ()

Guðni sigrar – á hvorn veg sem er

Menn velta fyrir sér hvernig innkoma Davíðs Oddssonar breyti stöðunni í forsetakosningunum.

 

Staðan í dag

Að óbreyttu verður slagurinn milli Guðna, Ólafs og Davíðs. Aðrir munu varla ná máli, nema helst Andri Snær.

Í þessari stöðu tekur Davíð einkum fylgi frá Ólafi Ragnari og tryggir Guðna þar með sigur, miðað við síðustu kannanir.

Hins vegar aukast nú líkur á að Ólafur Ragnar dragi sig til baka, eins og ég lagði til í síðasta pistli.

Honum stóð þegar stuggur af framboði Guðna og nú sér hann viðbótarhættuna sem fylgir framboði Davíðs. Auk þess er Ólafur þegar búinn að ná öllu sem hann getur náð í forsetaembættinu og skattaskjólamál forsetafrúarinnar eru íþyngjandi.

Ólafur Ragnar mun því draga sig til baka á næstu dögum (* og er búinn að því núna*), enda það eina skynsamlega fyrir hann. Hann þarf einungis að gera það með reisn og arfleifð hans er áfram gulltryggð. Hætta á niðurlægjandi tapi er þar með frá.

 

Ef Ólafur Ragnar hættir við

Í þeirri stöðu verður valið einkum milli Guðna og Davíðs.

Davíð er stórskaddaður stjórnmálamaður og með álíka langa ofsetu í hæstu valdaembættum þjóðarinnar og Ólafur. Davíð hefur því þegar setið of lengi á toppnum, eins og hann segir um Ólaf.

Rök Davíðs gegn Ólafi hitta hann því sjálfan fyrir – eins og bjúgverpill!

Ferill Davíðs endaði að auki með skelfilegri brotlendingu, ólíkt því sem sagt verður um Ólaf Ragnar. Fáir munu nú sundra þjóðinni jafn mikið og Davíð Oddsson, enda umdeildasti stjórnmálamaður seinni ára.

Davíð mun því aldrei ná jafn miklu fylgi í forsetakjöri nú og Ólafur Ragnar myndi gera – og því væri sigur Guðna einnig líklegastur í þessari stöðu.

 

Tími endurnýjunar er núna

Eina leiðin til að endurvekja traust á stjórnmálunum og samfélaginu er að hleypa framtíðinni að – og leyfa fortíðinni að líða.

Guðni hefur víðari skírskotun til fólks í öllum þjóðfélagshópum en Andri Snær og einstaka hæfni til að gegna embættinu, eins og Ólafur Ragnar sagði sjálfur í viðtali við Björn Inga á Eyjunni.

Þeir sem vilja hleypa framtíðinni að með heilbrigðri endurnýjun ættu því að sameinast um Guðna. Gott væri hins vegar að fá rödd Andra Snæs inn í stjórnmálin.

Guðni Th. Jóhannesson er mesti sérfræðingur landsins í forsetaembættinu og sögu þess.

Svo er Guðni líka geðþekkur, bjartsýnn og réttsýnn.

 

Síðasti pistill:  Guðni er góður kostur

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar