Færslur fyrir júní, 2016

Fimmtudagur 30.06 2016 - 13:42

Heimilin: Skattar hækka og bætur lækka

Árlegt uppgjör ríkisskattstjóra, þegar álagningu er lokið, gefur oft góða mynd af framvindu skattgreiðslna og velferðarbóta á síðastliðnu ári. Um daginn birti fjármálaráðuneytið yfirlit um þróun helstu liða skatta og bóta frá 2014 til 2015 (sjá hér). Niðurstöðurnar eru í megindráttum þessar: Velferðarbætur til heimila (vaxta- og barnabætur, sem einkum fara til barnafjölskyldna) rýrna verulega. Skattbyrði […]

Mánudagur 27.06 2016 - 23:44

Ævintýrið heldur áfram!

Hvað getur maður sagt um árangur strákanna í Nice?! Þeir voru frábærir, einfaldlega betri en Englendingar. Það er ótrúlegt að verða vitni að þessum góðu sigrum okkar manna á EM. Stórkostleg skemmtun. Samstaða og fagmennska eru trúlega lyklarnir að þessum árangri. Bretar segja að þjálfari þeirra sé með nærri 700 milljónir króna í laun – en […]

Laugardagur 25.06 2016 - 00:32

Guðni fyrir alla – konur og karla!

Guðni Th. Jóhannesson er eini frambjóðandinn sem er með góðan stuðning í öllum þjóðfélagshópum. Hann hefur því bestu forsendurnar til að verða forseti allra. Sameiningartákn, eins og Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir. Óhætt er að óska Guðna til hamingju með prúðmannlega framkomu hans í kosningabaráttunni, þrátt fyrir að hart hafi verið sótt að honum, oft með ósanngjörnum og jafnvel […]

Fimmtudagur 23.06 2016 - 16:44

Halla og Davíð auglýsa mest

Það er áberandi hversu mikið Halla Tómasdóttir og Davíð Oddsson auglýsa í baráttunni um forsetaembættið. Bæði eru mjög mikið með keyptar auglýsingar:  á prenti, í sjónvarpi, á strætóskýlum og á netinu. Auk þess hefur Morgunblaðinu verið beitt í ríkum mæli til að styðja framboð Davíðs, með miklum tilkostnaði. Kosningabaráttan er því  væntanlega langdýrust hjá Höllu og […]

Þriðjudagur 21.06 2016 - 06:45

Tímamót á laugardag

Það er bjart yfir Íslandi núna. Sumarið komið og flest gengur vel. Landsliðið í fótbolta stendur sig vel og yljar öllum um hjartarætur. Forsetakosningarnar á laugardaginn eru síðan frábært tækifæri til að hleypa framtíðinni að og setja fortíðina aftur fyrir okkur. Allir ættu því að taka þátt í kosningunni. Setja mark sitt á framtíðina.   Síðasti pistill: […]

Laugardagur 18.06 2016 - 12:15

Frambjóðandi útvegsmanna?

Kristinn H. Gunnarsson, sá reyndi og heilsteypti stjórnmálamaður, skrifaði mjög athyglisverða grein á þjóðhátíðardaginn um forsetaframboð Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins (sjá hér). Kristinn setur framboðið í samhengi við hagsmuni útvegsmanna og eignarhald þeirra á Morgunblaðinu. Hann vekur sérstaka athygli á hvernig blaðinu hefur markvisst verið beitt í þágu framboðsins. Í ljósi umræðu í samfélaginu um […]

Föstudagur 10.06 2016 - 11:25

Guðni sameinar þjóðina

Það sýnir sig ítrekað í könnunum að Guðni Th. Jóhannesson er sá forsetaframbjóðandi sem líklegastur er til að sameina þjóðina. Tvennt kemur þar til. Í fyrsta lagi er hann með yfirburðafylgi í nær öllum þjóðfélagshópum. Í reynd er fylgi hans óvenju vel jafnað milli ólíkra hópa samfélagsins. Guðni getur því verið fulltrúi allra. Í öðru […]

Laugardagur 04.06 2016 - 18:56

Oddný er traustvekjandi

Ég held að það hafi verið sterkur leikur hjá Samfylkingunni að kjósa Oddnýju Harðardóttur sem nýjan formann. Oddný er enginn spjaldagosi, sem er bólginn af innistæðulausu sjálftrausti og yfirborðsmennsku. Nei, hún virðist frekar vera traustvekjandi og málefnalegur vinnuþjarkur. Og hún er alvöru jafnaðarmaður. Það hefur hún sýnt. Á okkar tíma ríkir mikið vantraust á stjórnmálum […]

Föstudagur 03.06 2016 - 11:15

Eygló sigrar Sjálfstæðismenn

Þau tíðindi urðu á Alþingi í gær að þrjú frumvörp Eyglóar Harðardóttur um nýskipan húsnæðismála voru samþykkt. Áður hafði þingið samþykkt fjórða frumvarpið sem fjallar um húsnæðisamvinnufélög. Þarna er um að ræða lög um almennar íbúðir sem fela í sér nýja umgjörð um fjármögnun, rekstur og úthlutun íbúða til leigu sem eiga að tryggja að […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar