Mánudagur 11.07.2016 - 09:46 - FB ummæli ()

Hrunið skýrt með klassískum kenningum

Í nýjasta hefti fræðitímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla er birt grein eftir mig, þar sem hrunið á Íslandi er skýrt með klassískum kenningum um fjármálakreppur.

Eftirfarandi er útdráttur um efni greinarinnar, sem var ritrýnd af fagfólki á sviðinu áður en til útgáfu kom.

Útdráttur

Hér er leitast við að skýra íslenska bóluhagkerfið og fjármálahrunið 2008 með lærdómi af klassískum kenningum um fjármálakreppur. Þar er einkum um að ræða kenningar Keynes, Minskys, Kindlebergers, Reinharts og Rogoffs.

Spurt er hvers vegna bóluhagkerfið og hrunið komu til sögunnar á Íslandi; hvers vegna fjármálaþróunin hér fór jafn mikið afvega og raun ber vitni; hverjir voru helstu gerendurnir; og hvað þeim gekk til með háttarlagi sínu?

Sýnt er að stefnubreyting í stjórnmálum og skipulagsbreytingar í fjármálum og atvinnulífi gátu af sér bæði ný tækifæra og nýjar áhættur og greiddu jafnframt götu nýrra áhrifaaðila í samfélaginu, ekki síst með einkavæðingu ríkisbankanna.

Mikil oftrú á óhefta markaðshætti einkageirans ýtti undir andvaraleysi stjórnvalda og annarra gagnvart nýju áhættunum, um leið og nýju tækifærin voru sótt af miklum krafti.

Af hlaust klassísk en óvenju stór fjármálabóla, er náði hámarki á árunum 2003-2008, með ofurvexti bankakerfisins og aukinni áhættutöku er stefndi fjármálastöðugleika Íslands í hættu.

Helsta sérkenni íslensku bólunnar var viðamikil spákaupmennska viðskiptalífsins með hlutabréf og aðrar eignir, sem einkum var fjármagnað með lántökum. Afleiðingin varð óhófleg söfnun erlendra skulda þjóðarbúsins, sem er einmitt algengasta beina orsök fjármálakreppa.

Helstu gerendurnir voru hátekju- og stóreignafólk, sem hagnaðist gríðarlega á árunum að hruni. Tekjur þeirra jukust mjög langt umfram tekjur annarra, ekki síst fjármagnstekjurnar, sem spruttu öðru fremur af ósjálfbæra bóluhagkerfinu.

 

Hér er tengill á greinina í heild sinni:  Hrunið skýrt – Sjónarhorn klassískra kenninga um fjármálakreppur

 

Síðasti pistill:   Heimilin – Skattar hækka og bætur lækka

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar