Miðvikudagur 05.10.2016 - 13:44 - FB ummæli ()

Mikilvæg loforð Samfylkingar

Það sem af er kosningabaráttunni hefur Samfylkingin tekið afgerandi afstöðu í velferðarmálum.

Þetta er áherslubreyting frá kosningunum 2013, þegar Samfylkingin lagði meiri áherslu á stöðugleika og aðild að ESB.

Þannig hefur Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnt kröftuga áherslu á heilbrigðismál, lífeyrismál, fjölskyldumál (hækkun barnabóta og útrýming barnafátæktar) og í gær kynnti hún nýtt loforð í húsnæðismálum.

Þar er um að ræða fyrirframgreiðslu vaxtabóta næstu 5 ára, til að auðvelda fólki íbúðakaup. Þetta er eins konar stofnstyrkur, sem menn hafa talað fyrir í öðru samhengi, til að létta vanda ungs fjölskyldufólks og nýliða á húsnæðismarkaði.

Þetta er athyglisverð hugmynd.

Sjálfstæðisflokkurinn var hér áður fyrr málsvari séreignastefnu í húsnæðismálum. Í seinni tíð hafa þeir alveg misst áhugann á að styðja almenning við húsnæðisöflun og hugsa meira um að styrkja verktaka í byggingariðnaði (svo þeir geti tekið meira hagnað af íbúðabyggingum).

Þannig hefur t.d. greiðsla vaxtabóta til húsnæðiskaupenda hrunið eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók völdin í fjármálaráðuneytinu 2013, eins og meðfylgjandi mynd úr Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra, sýnir.

Vaxtabætur eru nú lægri að raunvirði en nokkru sinnum fyrr, eins og segir í blaðinu.

Screen Shot 2016-10-05 at 13.03.03

Húsnæðisvandinn er alvarlegur. Húsnæðisbætur (bæði vaxta- og húsaleigubætur) þarf því að hækka umtalsvert, nema menn finni annað betra form stuðnings við húsnæðisöflun ungs fólks.

Þarna er góður samhljómur milli Samfylkingar og Framsóknarflokksins, en Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur barist fyrir umbótum í húsnæðismálum og öðrum velferðarmálum. Sú barátta hennar hefur oft mætt andstöðu hjá Sjálfstæðisflokknum, eins og kunnugt er.

Aðrir flokkar á miðju og vinstri væng ættu einnig að vera liðtækir talsmenn velferðarmála.

Þessi kröftuga áhersla Samfylkingarinnar á velferðarmál er í takti við áherslur kjósenda, eins og fram kemur í könnunum.

Velferðarmálin eiga að vera í lykilhlutverki í kosningabaráttunni.

Velferðarmálin eiga líka að vera helsti grundvöllur stjórnarmyndunar að kosningum loknum. Kjósendur ættu því að skoða vel stefnu flokkanna í velferðarmálum.

Staða ríkisfjármála er orðin góð, auðlindir þjóðarinnar gefa vel af sér þessi árin og framundan er sala hluta úr ríkisbönkum og fleiri eignum, sem tryggja þarf að renni til að bæta samfélagið og lífskjörin.

Nú er tækifæri til að ná markverðum árangri á þessu sviði.

Ísland þarf að vera samkeppnisfært í lífskjörum. Annars töpum við unga fólkinu varanlega úr landi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar