Færslur fyrir desember, 2016

Föstudagur 30.12 2016 - 13:41

Sigur Björgólfs er ósigur Íslands

Lyfjafyrirtækið Actavis hefur sagt upp nærri 300 hundruð starfsmönnum síðan 2015 og hættir nú stórum hluta starfsemi sinnar á Íslandi (sjá hér og hér). Actavis varð til með samruna tveggja íslenskra lyfjafyrirtækja, Pharmaco og Delta, sem nýttu sér séríslenskar aðstæður til árangursríkrar framleiðslu samheitalyfja Þetta voru nýsköpunarfyrirtæki sem uxu upp úr íslenskum jarðvegi. Snjallir frumkvöðlar komu þeim […]

Miðvikudagur 28.12 2016 - 11:41

Getur Bjarni látið Viðreisn beygja sig?

Það hefur gengið eftir sem ég sagði í pistli strax eftir kosningar, að Viðreisn myndi helst af öllu vilja í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Benedikt hlekkjaði sig snemma við Bjarta framtíð (BF) og hefur þrisvar reynt við Sjálfstæðisflokkinn með það föruneyti. Tvisvar fór hann í sýndarviðræður við vinstri-mið flokkana fjóra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar tekið málaleitan Viðreisnar […]

Sunnudagur 18.12 2016 - 22:19

Hlutverk fyrir VG?

VG er næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Ef þau ætla ekki beinlínis að hætta í stjórnmálum þá finnst mér að VG-fólk ætti að endurskoða stöðu og markmið sín svolítið. Það voru mistök að nálgast hina fjóra flokkana ekki meira í viðræðunum um daginn. VG ætti sennilega að slá af þeim kröfum sem sigldu fimm flokka tilrauninni í strand. […]

Fimmtudagur 15.12 2016 - 15:08

Nýja fangelsið heitir Hólmsteinn!

Gárungarnir eru búnir að skíra nýja fangelsið á Hólmsheiði. Þeir segja að á Hverfisgötu sé „Hverfissteinninn“ og á Hólmsheiði sé „Hólmsteinninn“. Sagt er að í nýja fangelsinu verði sérstakur frjálshyggjugangur, þar sem fjárglæframenn nýfrjálshyggjunnar verði vistaðir. Þeir verða þá settir inn í Hólmstein – sem gæti talist viðeigandi! Það eru því margar góðar ástæður fyrir þessari […]

Miðvikudagur 07.12 2016 - 12:28

Vegið að dómara úr launsátri

Fréttir um meint vanhæfi forseta hæstaréttar, Markúsar Sigurbjörnssonar, til að dæma í málum er tengjast Glitni banka hafa vakið mikla athygli og umræðu. Málið kom upp vegna þess að einhver lak gögnum um hlutabréfaeign nokkurra dómara til fjölmiðla. Gögnin eru sögð koma frá slitanefnd Glitnis. Fyrrverandi formaður slitanefndarinnar segir hins vegar að slitanefndin hafi ekki […]

Föstudagur 02.12 2016 - 15:34

Skapa þarf pólitískan möguleika

Þrátt fyrir að margir tölfræðilegir möguleikar séu á myndun meirihlutastjórnar 3ja til 5 flokka þá standa hugmyndafræðilegar andstæður og jafnvel fordómar í vegi margra samstarfsmöguleika. Niðurstaða kosninganna var í senn sveifla til hægri (Viðreisn og Sfl.) og til vinstri (Píratar og VG). Ekki væri óeðlilegt að stjórnarmyndun tæki mið af því. Hægri vængurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar abstraksjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar