Færslur fyrir febrúar, 2017

Föstudagur 24.02 2017 - 12:01

Háleitar hugsjónir um áfengi

Maður er djúpt snortinn yfir því hversu mikið er af hugsjónafólki á Alþingi um þessar mundir. Sérstaklega þegar kemur að álitamálum um sölu áfengis. Við búum við skipan sölumála áfengis sem sérfræðingar í lýðheilsu eru almennt sammála um að sé farsæll millivegur, er sameinar gott aðgengi að slíkri vöru og hóflegt viðnám gegn misnotkun þess. […]

Sunnudagur 19.02 2017 - 12:05

Stjórnvöld stóðu í lappirnar

Því má fagna að stjórnvöld stóðu í lappirnar í kjaradeilu útvegsmanna og sjómanna. Útvegsmenn og helstu þingmenn þeirra á Alþingi kröfðust þess að hluti af launakostnaði sjómanna yrði færður yfir á herðar almennra skattgreiðenda. Sú hugmynd er vægast sagt ævintýraleg í ljósi gríðarlegs hagnaðar útvegsmanna á síðustu 5 árum og mikillar eignamyndunar í fyrirtækjum þeirra. […]

Laugardagur 11.02 2017 - 12:49

Gammar ásælast eignir okkar

Viðskiptaráð var með ársfund sinn í vikunni. Þar steig á stokk forstjóri Gamma Capital fyrirtækisins og lagði til að ríkið seldi orkugeirann til einkafjárfesta (sjá hér). Nefndi hann ýmis léttvæg og bjánaleg rök fyrir því. Auðmenn á Íslandi hafa lengi ásælst Landsvirkjun og orkuveitur landsmanna. Þeir gætu nefnilega grætt ógeðslega mikið á þeim. Enda eru […]

Þriðjudagur 07.02 2017 - 11:51

Útvegsmenn eiga að greiða laun sjómanna

Nú eru uppi vaxandi kröfur um að ríkið grípi inn í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Jafnvel er nefnt að taka megi upp sjómannaafsláttinn að nýju. Slíkar kröfur eru beinlínis um það, að almenningur taki að sér að greiða hluta launakostnaðar útvegsmanna. Það væri eins fáránlegt við núverandi aðstæður og nokkuð gæti orðið! Hagur sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur […]

Sunnudagur 05.02 2017 - 11:37

Óþelló – flott leiksýning Vesturports!

Ég sá Óþelló í Þjóðleikhúsinu í vikunni. Fáar sýningar hafa fengið verri dóma en þessi sýning – ekki síst frá Jóni Viðari. Mér sýnist að gagnrýnin byggist mikið á þröngsýni. Uppsetning Vesturports er flott, nútímaleg og snjöll og skilar efni verksins vel. Hún er án efa frábrugðin hefðbundnum uppsetningum. En efni verksins á erindi nú […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar