Sunnudagur 05.02.2017 - 11:37 - FB ummæli ()

Óþelló – flott leiksýning Vesturports!

Ég sá Óþelló í Þjóðleikhúsinu í vikunni. Fáar sýningar hafa fengið verri dóma en þessi sýning – ekki síst frá Jóni Viðari.

Mér sýnist að gagnrýnin byggist mikið á þröngsýni.

Uppsetning Vesturports er flott, nútímaleg og snjöll og skilar efni verksins vel. Hún er án efa frábrugðin hefðbundnum uppsetningum. En efni verksins á erindi nú sem fyrr og flutningur allur er vel gerður og á köflum snilldarlegur.

Áhorfendur voru greinilega flestir mjög ánægðir með sýninguna.

Lokasenan þar sem hluti leikmyndarinnar svífur um með fórnarlömbin innanborðs var einstaklega flott og skilur eftir sig sterka mynd.

Minn leikdómur er því þessi: Frumleg uppsetning, snjöll og áhrifarík. Vel útfært og vel leikið og tvímælalaust góð kvöldstund fyrir þá sem eru til í að láta koma sér á óvart og upplifa eitthvað nýtt.

 

Síðasti pistill:  Ætti að selja Alþingishúsið og Þingvelli?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar