Laugardagur 10.06.2017 - 09:26 - FB ummæli ()

Fasteignagjöld: Helsta mál kosninga að ári?

Fasteignamat er nú mjög hækkandi á Höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu (sjá hér).

Ástæða þess eru óvenjulegar aðstæður á fasteignamarkaðinum, sem er í miklu ójafnvægi.

Við þessar aðstæður er algerlega óverjandi að sveitarfélög haldi sömu álagningarprósentu fasteignagjalda.

Það leiðir til að öðru óbreyttu til stóraukinnar skattheimtu af fasteignum. Sveitarfélögin stórauka þá tekjur sínar á kostnað heimilanna.

Tímabundið misvægi á fasteignamarkaði á ekki að verða uppspretta tekjuuppgripa sveitarfélaganna.

Raunar draga þessar aðstæður athyglina að því hversu óeðlilegt það getur verið að binda álagningu fasteignagjalda við markaðsstærð sem tekur tímabundnum sveiflum óháð kaupgetu heimilanna.

Menn mættu líka hafa í huga að fasteignagjöld eru að stórum hluta skattur á skuldir heimilanna – því flest heimili skulda stóran hluta þeirra verðmæta sem fasteignamatið endurspeglar, ekki síst unga fólkið.

Meirihlutinn sem stýrir Reykjavík á nú að ganga á undan með góðu fordæmi og lækka álagningarprósentuna vegna fasteignagjalda hressilega – og það sem fyrst.

Annars verður þeim fleygt út í hafsauga í kosningunum að ári.

 

Síðasti pistill: Nýtt kerfi ellilífeyris – kostir og gallar

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar