Laugardagur 15.07.2017 - 11:45 - FB ummæli ()

Flott ný plata frá Bubba

Bubbi Mortens hefur nýlega sent frá sér plötuna Tungumál (sjá hér).

Bubbi hefur í gegnum tíðina verið einstaklega skapandi og leitandi listamaður. Hann hefur siglt frá einum stíl til annars og iðulega slegið meistaratakta.

Á þessari nýju plötu treður meistarinn enn einn nýja slóðann.

Hann leitar áhrifa í latino tónlist Suður Ameríku og teygir sig á köflum í átt kúrekagítars í anda Duane Eddy.

Platan öll hefur mjög sterkan og skemmtilegan karakter – söngurinn, textarnir og gítarspilið, sem Bubbi annast allt sjálfur.

Í textunum eru ljúfar og líflegar hugvekjur í bland við ádeilur og músíkin er eyrnakonfekt.

Kanski er þetta besta plata Bubba til þessa – og er þá mikið sagt.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar