Færslur fyrir nóvember, 2017

Miðvikudagur 29.11 2017 - 10:27

Ójöfnuður á Íslandi – kynning

Í gær kom þessi nýja bók úr prentun. Hún fjallar um mikilvæga þætti í íslenska samfélaginu. Á föstudaginn 1. desember verður hún kynnt í Norræna húsinu. Allir velkomnir! Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um bókina.  

Miðvikudagur 22.11 2017 - 11:28

Kaupþingslánið: Hvers vegna var það veitt?

Hið fræga símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde veitir engin svör við því, hvers vegna þetta umdeilda lán var veitt. Raunar gerir símtalið það enn tortryggilegra, vegna þess að í símtalinu kemur fram að það hjálpi Kaupþingi einungis í 4-5 daga og að Davíð telji engar líkur á að það fáist endurgreitt (sjá hér). Veð […]

Mánudagur 13.11 2017 - 21:08

Veik staða Sjálfstæðismanna

Það verður fróðlegt að sjá hverjar verða niðurstöður samninga milli VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ekki síst vegna þess að samningsstaða Sjálfstæðisflokksins er veik. Helsti möguleiki Sjálfstæðismanna á annarri stjórnarmyndun er með Framsókn, Miðflokki og Flokki fólksins. En Sigurður Ingi hefur þegar hafnað þeim kosti. Án Framsóknar getur ekki orðið af honum. Og raunar yrði það veikur kostur […]

Þriðjudagur 07.11 2017 - 09:23

Tríó-stjórn: Katrín í lykilstöðu

Nú er Framsókn búin að blása af fjögurra flokka mið-vinstri stjórn. Sjálfsagt telur forysta Framsóknar að hún hafa þar með greitt fyrir myndun þriggja flokka stjórnar D+B+V. Það er hugsanlegt – en ekki líklegt. Framsókn gæti allt eins hafa spilað sig út í horn. Ekki síst vegna þess að Sigurður Ingi tók líka illa í […]

Fimmtudagur 02.11 2017 - 22:08

Panama-prinsar í frí?

Ég er líklega orðinn of svartsýnn þegar íslensk stjórnmál eru annars vegar. Hafði enga trú á að það myndi ganga að mynda þá stjórn sem nú er unnið að, fjögurra flokka stjórn á miðju og vinstra megin. Þess vegna lagði ég til það sem ég hélt að gæti komið á dagskrá í desember eða janúar, […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar