Mánudagur 13.11.2017 - 21:08 - FB ummæli ()

Veik staða Sjálfstæðismanna

Það verður fróðlegt að sjá hverjar verða niðurstöður samninga milli VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Ekki síst vegna þess að samningsstaða Sjálfstæðisflokksins er veik.

Helsti möguleiki Sjálfstæðismanna á annarri stjórnarmyndun er með Framsókn, Miðflokki og Flokki fólksins. En Sigurður Ingi hefur þegar hafnað þeim kosti.

Án Framsóknar getur ekki orðið af honum. Og raunar yrði það veikur kostur af ýmsum ástæðum.

Á meðan VG og Framsókn makka saman, eins og þau hafa gert til þessa, þá hafa þau öll trompin á hendi.

Ef þau ná ekki nógu miklu af sínum málum fram gegn Sjálfstæðisflokknum þá eiga þau enn þann ágæta valkost að fara í 4-5 flokka mið-vinstri stjórn.

VG og Framsókn geta því farið fram af mikilli ákveðni í samningaviðræðum við Sjálfstæðismenn.

Ef menn ætla að fara vel út úr stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðismönnum þurfa þeir að koma sínum málum fram af krafti – svo eftir verði tekið.

Annars bíður þeirra “svört framtíð”…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar