Sunnudagur 06.05.2018 - 21:20 - FB ummæli ()

Kröftugur Ragnar Þór

Ég hlustaði á Ragnar Þór Ingólfsson formann VR á 1. maí og svo aftur á Sprengisandi í morgun.

Ragnar Þór mætti talsverðri andstöðu í fyrstu og átti svolítið á brattann að sækja innan launþegahreyfingarinnar.

Hann hefur hins vegar eflst mjög í leiðtogahlutverki sínu og kemur nú fram af öryggi og krafti.

Hann og aðrir framsæknir leiðtogar sem standa saman (Sólveig Anna Jónsdóttir, Vilhjálmur Birgisson og Aðalsteinn Baldursson, og ef til vill fleiri) eru með góðan almennan málflutning og afar athyglisverða hugmynd um þriggja til fjögurra ára samfélagssáttmála sem mér sýnist geta hitt í mark.

Þau eru t.d. að tala um krónutöluhækkun sem skiptir þá lægra launuðu mestu máli og sem aftrar verðbólgusprengju því hækkunin í efri hópum verður ekki svo mikil (hlutfallslega).

Þá eru þau með mjög tímabærar hugmyndir um breytta skattbyrði og velferðarumbætur, t.d. varðandi barna- og vaxtabætur – og auðvitað heildstæðar tillögur í húsnæðismálum.

Talsmenn atvinnurekenda hafa sagst hissa á þessum velferðaráherslum launþegahreyfingarinnar, eins og það sé einhver nýlunda í kjarabaráttunni! En þær eru alvanalegar.

Talsmenn ASÍ eru raunar á sömu línu með þau atriði, enda hefur ASÍ iðulega samið við stjórnvöld um umbætur á sviði velferðar- og skattamála – þó lengra hefði stundum mátt ganga á þeim sviðum.

Í seinni tíð hefur ASÍ lagt mikla áherslu á hófsemd í kjarabaráttu og launaaðhald. Á meðan hafa talsmenn atvinnurekenda og fjáraflanna (SA, Viðskiptaráð, Mogginn, Viðskiptablaðið o.fl.) verið í harðdrægri stéttabaráttu í þágu eigin hagsmuna – leynt og ljóst.

Í hverr i einustu viku segja þau stjórnvöldum hvað þau eigi að gera og allt snýst það um fleiri krónur í vasa atvinnurekenda og fjármagnseigenda. Og svo bæta þau auðvitað við að ekki megi hækka laun meira en orðið er – þrátt fyrir mikinn og áframhaldandi hagvöxt!

Það er greinilega komið það vor í verkó, sem um var rætt í vetur. Nú gæti stéttabaráttan jafnast á ný – launafólki til hagsbóta.

Þessi nýbylgja á vinnumarkaði gæti markað mikil tímamót í kjaraþróun þjóðarinnar ef vel tekst til.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar