Þriðjudagur 19.03.2019 - 13:43 - FB ummæli ()

83% styðja skattatillögur verkalýðshreyfingarinnar

Í nýrri könnun kemur fram að um 83% svarenda vilji að fólk sem er með lægstu tekjur (500 þúsund kr. eða minna á mánuði) fái meiri skattalækkun en aðrir (sjá hér).

Um 9% eru hlutlaus en einungis 8% eru þessu andvíg.

Þetta er í takti við áherslur verkalýðshreyfingarinnar og einnig í takti við loforð sem ríkisstjórnin sjálf gaf við upphaf samráðsviðræðna við aðila vinnumarkaðarins á síðasta ári (sjá hér).

Í skýrslunni Sanngjörn dreifing skattbyrðar eru útfærðar nokkrar leiðir í þessum anda.

 

Stjórnvöld virðast vilja verðlauna ofurlaunafólkið enn frekar

Stjórnvöld lögðu hins vegar fram tillögur sínar um skattalækkun sem fela í sér sömu krónutölu lækkun til allra, frá láglaunafólki sem ekki nær endum saman og upp til forstjóra, bankastjóra og ráðherra.

Allir fá sömu krónutöluna í lækkun, alls 6.750 kr. á mánuði – háir jafnt sem lágir.

Stjórnvöld vilja þannig verðlauna ofurlaunafólkið sem fékk ofurlaunahækkanir á síðustu árum með þessari skattalækkun í ofanálag – í trássi við eigin loforð!

 

Þjóðin er á annarri leið

Flestir líta hins vegar þannig á, að þessar ofurlaunahækkanir toppanna séu stór orsök þeirrar miklu óánægju sem er nú á almennum vinnumarkaði.

Það eina eðlilega hefði verið að stjórnvöld notuðu til fulls það svigrúm sem þau eru tilbúin að veita í skattalækkun til að lækka eingöngu skatta á tekjulægri hópana.

Með því væri t.d. hægt að koma skattalækkun til þeirra sem eru með undir 500 þúsund króna tekjum á mánuði upp í eða vel yfir 10.000 krónur á mánuði.

Þá færi framlag ríkisins að skipta alvöru máli.

Vonandi verður það niðurstaðan.

Allur þorri almennings vill það – eins og könnunin sýnir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar