Þriðjudagur 19.05.2015 - 23:09 - FB ummæli ()

Hver laug?

Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og varaformaður Strætó bs. sagði í ræðustól í borgarstjórn þann 20. janúar síðastliðinn þegar málefni ferðaþjónustu fatlaðra voru til umræðu:

Öllum sem sagt var upp í þjónustuveri ferðaþjónustunnar var boðið starf hjá Strætó og það er ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið í boði að taka hálft starf. Ég hef fengið það staðfest að það var í boði”

En nú liggur fyrir að sú staðfesting var ekki rétt.  Í skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar segir orðrétt á bls. 42
“Starfsfólk þjónustuversins spurði hvort ekki væri hægt að flytja þau til í starfi en því var neitað. Eftirá fengu þau þá skýringu að Strætó hefði orðið að segja þeim upp svo starfsfólk annarra þjónustuvera hefði sömu möguleika á að sækja um vinnu. Einnig spurðu þau ítrekað hvort þau ættu möguleika á hlutastarfi eftir breytingar og því var neitað, þrátt fyrir að viðkomandi stjórnanda væri fullkunnugt um að þau gætu ekki, fötlunar sinnar vegna, sinnt fullu starfi.”

Spurningin sem situr eftir er hver laug að varaformanni stjórnar Strætó bs um að þeim fötluðum einstaklingum sem hafði verið sagt upp, hefði verið boðin áframhaldandi vinna og í lægra starfshlutfalli en 100%?

Flokkar: Bloggar · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur