Þriðjudagur 18.10.2016 - 19:16 - FB ummæli ()

Í bakgarðinum heima

Vill fólk búa hér í Reykjavík?   – já
– vill það búa í miðbæ Reykjavík? – já

Getur fólk búið hér í Reykjavík? – einhverjir já, ekki allir.
– getur ungt fólk búið í miðbæ Reykjavíkur? – nei, sárafáir.

Það að vilja gera eitthvað er ekki það sama og raunverulega að gera eitthvað.  Unga fólkið í borginni hefur því miður ekki launin eða eigið féið til þess.  Meirihlutinn í borgarstjórn verður að skilja að þetta er vandamálið.  Stúdentaíbúðir er nú verið að byggja, en þegar að námi lýkur þá hefur það ekki efni á að búa í miðbænum, því húsnæði er of dýrt.  Fermetraverðið í miðbænum hefur aldrei verið hærra.  Í dag eru 23 2ja herbergja íbúðir í póstnúmeri 101 skráðar á vefinn fasteignir.is og er verðið á þeim frá 29,9 milljónir upp í 76,5 milljónir.  Til að standast greiðslumat fyrir íbúðum á þessu verði dugast sjaldan laun nýútskrifaðs eða ungs fólks.

Þannig að unga fólkið fær ekki tækifæri til að búa í borginni, nema það endi í bakgarðinum heima hjá pabba og mömmu…..sem að öllu líkindum eru löngu flutt úr miðbænum hvort eð er eða íbúðin komin í Airbnb leigu.

Þetta er því miður staðreyndin í dag.

Flokkar: Bloggar · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og einum? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur