Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Fimmtudagur 24.05 2018 - 16:33

Burt með bruðlið

Á fundi borgarstjórnar 20. mars sl. óskaði ég eftir því að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri upplýsti um launakostnað Reykjavíkurborgar vegna þeirra fulltrúa stjórnmálaflokka sem hafa setið í ráðum og nefndum á vegum borgarinnar á kjörtímabilinu. Spurningin er skýr og því á að vera auðvelt að svara henni.  Svörin hefðu hins vegar leitt í ljós að kostnaður […]

Laugardagur 19.05 2018 - 09:05

Engar eyðsluklær í borgarstjórn

Þeir sem hafa komið nálægt rekstri fyrirtækja gera sér grein fyrir mikilvægi þess að allar ákvarðanir um fjárfestingar og útgjöld séu vel ígrundaðar.  Rangar ákvarðanir geta verið dýrkeyptar og komið í veg fyrir vöxt og viðgang fyrirtækisins.  Hið sama á við um ákvarðanir í rekstri sveitarfélaga.  Það hefur því reynst mörgu sveitarfélaginu happadrjúgt þegar sá sem stendur […]

Fimmtudagur 03.05 2018 - 12:29

Launakjör borgarfulltrúa – svar óskast fyrir kosningar!

Hvers vegna koma ekki svör við fyrirspurn um laun borgarfulltrúa og annarra pólitíkusa í borgarkerfinu?

Mánudagur 30.04 2018 - 10:57

Höfðinu stungið í sandinn

Skólastjórnendur grátbiðja um samtal

Miðvikudagur 25.04 2018 - 16:13

Á Reykjavíkurborg að banna snjallsíma í grunnskólum?

Fjölmargar vísbendingar eru um að snjallsímar geti haft neikvæð áhrif á athygli, þroska og andlega heilsu barna og ungmenna. Niðurstöður rannsókna staðfesta að þeir nemendur sem hafa aðgang að síma í skólastofunni telja almennt að það efni sem þeir geta nálgast í símanum sé áhugaverðara en námsefnið, að þeir eiga erfiðara með að halda athyglinni […]

Þriðjudagur 17.04 2018 - 17:25

Breytt vaktafyrirkomulag og aukin lífsgæði

Á borgarstjórnarfundi í dag, þriðjudaginn 17. apríl 2018, var tekin fyrir tillaga Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, þar sem skorað var á borgarstjóra að eiga frumkvæði að samtali milli Reykjavíkurborgar, heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítala og stéttarfélaga heilbrigðisstarfsfólks, um að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum til að stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks til og frá vinnu.  Með […]

Fimmtudagur 12.04 2018 - 20:57

Af borgarafundi um skólamál

Á undanförnum árum hefur verið unnið frábært starf í Réttarholtsskóla í Reykjavík, fyrst undir forystu Hilmars Hilmarssonar skólastjóra og síðan Jóns Péturs Zimsen sem tók við af honum. Á borgarafundi um skólamál, sem fram fór í kvöld, gagnrýndi Jón Pétur skólayfirvöld í Reykjavík og benti á tregðu þeirra til að líta til niðurstaðna PISA-kannana.  Kvaðst […]

Laugardagur 07.04 2018 - 11:10

Þörf á Soffíu frænku í borgarstjórn

Það er mikilvægt fyrir unga kjósendur að gera sér grein fyrir þessu. Í framtíðinni þarf fleiri krónur frá ykkur til að borga skuldirnar sem Dagur B. Eggertsson safnar í dag. Það er því þörf á „Soffíu frænku“ í borgarstjórn.

Fimmtudagur 22.03 2018 - 12:50

Steinn úr húsi Kolbrúnar

Í Fréttablaðinu 12. mars sl. heldur Kolbrún Bergþórsdóttir  því fram að ég hafi látið „sérkennileg orð falla um múslima“ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna 2014.  Þetta hafi leitt til þess að hópur „hatursfólks“ hafi kosið mig.  Þótt forysta Framsóknarflokksins hafi brugðist sé ásýnd flokksins nú orðin „geðþekkari“ og sé það vel. Það sem ég sagði Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna lýsti ég sem kunnugt er afstöðu minni til […]

Föstudagur 16.03 2018 - 13:46

Enga snjallsíma í skólastofum

Á fundi borgarstjórnar 6. mars sl. lagði ég fram tillögu um að Reykjavíkurborg samþykkti bann við notkun snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Áður hafði ég rætt við fjölmarga kennara um áhrif símanotkunar á skólastarf og nemendur. Þeir kennarar sem ég ræddi við voru almennt þeirrar skoðunar að símanotkun truflaði kennslu og að nemendur væru margir hverjir […]

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur