Færslur með efnisorðið ‘borgarstjóri’

Laugardagur 19.05 2018 - 09:05

Engar eyðsluklær í borgarstjórn

Þeir sem hafa komið nálægt rekstri fyrirtækja gera sér grein fyrir mikilvægi þess að allar ákvarðanir um fjárfestingar og útgjöld séu vel ígrundaðar.  Rangar ákvarðanir geta verið dýrkeyptar og komið í veg fyrir vöxt og viðgang fyrirtækisins.  Hið sama á við um ákvarðanir í rekstri sveitarfélaga.  Það hefur því reynst mörgu sveitarfélaginu happadrjúgt þegar sá sem stendur […]

Þriðjudagur 17.04 2018 - 17:25

Breytt vaktafyrirkomulag og aukin lífsgæði

Á borgarstjórnarfundi í dag, þriðjudaginn 17. apríl 2018, var tekin fyrir tillaga Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, þar sem skorað var á borgarstjóra að eiga frumkvæði að samtali milli Reykjavíkurborgar, heilbrigðisráðherra, forstjóra Landsspítala og stéttarfélaga heilbrigðisstarfsfólks, um að kanna hvort breyta megi vaktafyrirkomulagi á Landspítalanum til að stytta ferðatíma heilbrigðisstarfsfólks til og frá vinnu.  Með […]

Laugardagur 07.04 2018 - 11:10

Þörf á Soffíu frænku í borgarstjórn

Það er mikilvægt fyrir unga kjósendur að gera sér grein fyrir þessu. Í framtíðinni þarf fleiri krónur frá ykkur til að borga skuldirnar sem Dagur B. Eggertsson safnar í dag. Það er því þörf á „Soffíu frænku“ í borgarstjórn.

Þriðjudagur 18.10 2016 - 19:16

Í bakgarðinum heima

Vill fólk búa hér í Reykjavík?   – já – vill það búa í miðbæ Reykjavík? – já Getur fólk búið hér í Reykjavík? – einhverjir já, ekki allir. – getur ungt fólk búið í miðbæ Reykjavíkur? – nei, sárafáir. Það að vilja gera eitthvað er ekki það sama og raunverulega að gera eitthvað.  Unga […]

Þriðjudagur 27.09 2016 - 11:48

Meirihlutinn vill ekki að sín eigin hagsmunaskráning sé skoðuð

Verkfælni meirihluta Samfylkingar, Bjartar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í borginni er staðreynd.  Þessi meirihluti er líka sérstaklega ákvarðanatökufælinn eins og stofnun fjölda verkhópa og starfshópa er til vitnis um.  Þeim leiðist  óskaplega að afgreiða tillögur frá okkur í minnihlutanum.  Þeir hafa hvorki kjark né þor til að hafna þeim né samþykkja.  Því velkjast tillögurnar […]

Þriðjudagur 19.05 2015 - 23:09

Hver laug?

Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar og varaformaður Strætó bs. sagði í ræðustól í borgarstjórn þann 20. janúar síðastliðinn þegar málefni ferðaþjónustu fatlaðra voru til umræðu: “Öllum sem sagt var upp í þjónustuveri ferðaþjónustunnar var boðið starf hjá Strætó og það er ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið í boði að […]

Föstudagur 28.11 2014 - 14:37

Brestir í meirihlutasamstarfinu?

Það hefur óneitanlega vakið athygli mína að borgarfulltrúar meirihlutans hafa ávallt kosið eftir línunni og hvergi hefur mátt sjá nokkra misbresti í atkvæðagreiðslunum.  Foringjanum hefur verið hlýtt í hvívetna.  Nú brást foringjanum hins vegar að halda hjörð sinni saman, því þau undur og stórmerki gerðust í umhverfis- og skipulagsráði á miðvikudaginn sl, sbr. þessa fundargerð: Fundargerð […]

Þriðjudagur 04.11 2014 - 17:49

Snúinn bransi

Í borgarstjórn gleðst formaður borgarráðs, S. Björn Blöndal, yfir hækkandi fasteignaverði í Reykjavík og  segir að kaup og sala fasteigna sé snúinn bransi.  Einhverjir kunna að taka undir með honum.  Mér hefur reyndar fundist formaður borgarráðs hafa átt frekar auðvelt með að átta sig á hlutunum og því er miður að þessi tegund viðskipta vefjist […]

Laugardagur 13.09 2014 - 16:54

Íbúa(ó)lýðræði

Ég man vel þegar ég vandi komur mínar í Miðtúnið hér í borg á árum áður og húsráðandi sagði mér í hvert skipti frá fyrirhugðum breytingum á byggðinni í kring og þá sérstaklega Borgartúninu.  Ekki náði ímyndunarafl mitt að mynda í huganum þá ásýnd sem nú er á þessu svæði.  Byggingar í Borgartúni, Sóltúni og […]

Mánudagur 08.09 2014 - 11:20

Pant kaupa fasteign !

Meirihlutanum í Reykjavík finnst nákvæmlega ekkert athugavert við að samþykkja kauptilboð í fasteignir á eftirsóttasta stað borgarinnar og taka ákvörðun um „ásættanlegt“ verð á grundvelli 15 mánaða gamalla verðmata. Borgarstjórinn kom kokhraustur í viðtal í kvöldfréttum RÚV 2. september síðast liðinn og sagði að það hafi verið leitað eftir mati tveggja reyndra fasteignasala um hvað […]

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur