Sunnudagur 20.05.2018 - 14:33 - 2 ummæli

Seljahlíð í Breiðholti

Gluggar eru illa farnir og sumstaðar lekur inn

Seljahlíð við Hjallasel í Breiðholti var á sínum tíma eitt glæsilegasta hjúkrunarheimilið í Reykjavík. Á sínum tíma var Seljahlíð eins og listigarður með tjörn skammt frá, fallega hirta lóð og húsnæðið var vel við haldið. Fyrir stuttu heimsótti ég íbúa að Seljahlíð. Í huga minn kom; „nú er hún Snorrabúð stekkur.“

Seljahlíð er nú undir rekstri hjá Félagsbústöðum og í algjörri óþökk íbúa tóku Félagsbústaðir við rekstri og eigninni, hækkuðu leiguna, og höfðu áætlun um að taka allt í gegn. Starfsmenn fengu fyrirmæli um að skrifa niður lista og benda á það sem má lagfæra og í það yrði farið strax. Það er skemmst frá því að segja að ekkert hefur verið gert. Húsaleiga hefur hækkað, umhirða hússins er engin, gluggar leka og eru margir skemmdir. Sérstakt aukagjald vegna læknisþjónustu var sett á og að mati íbúa er aðeins um aukna gjaldtöku að ræða. Íbúar eru búnir að lýsa áhyggjum sínum lengi en engin hlustar. Starfsmenn hafa með alúð lagt mikla vinnu í að gera sem best úr breytingunum og stutt íbúa – því ber að þakka!

Seljahlíð var glæsilegt hús og vel við haldið. Lóðin var vel hirt og íbúum og nágrönnum þótti vænt um þetta reisulega hjúkrunarheimili í Breiðholtinu. Það er ljóst að fráfarandi borgarstjóri hefur algjörlega brugðist. Umhirða og viðhaldi er fyrir löngu orðið þarft, það er skömm að bjóða íbúum uppá ástand sem þetta. Mér þykir vænt um hverfið mitt og ég ætla ekki að láta svona lagað gerast.

Okkur í Miðflokknum blöskrar við að sjá stöðuna eins og hún er með Seljahlíð, en víða eru byggingar borgarinnar í algjöru viðhaldsleysi. Það er fyrir löngu komin tími á breytingar og tiltekt í Reykjavík og við Seljahlíð þarf hin virðulega sýn að eiga sér stað á ný og hlusta þarf á íbúa.

Með því að bæta borgina, setja markvissa vinnu í viðhald og þrífa borgina, þá verðum við að fá tækifæri til þess 26. maí næstkomandi.

Settu X við M
Miðflokkurinn í Reykjavík

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Hilmar Þór

    Seljahlíð var hönnuð af arkitektunum Hróbjarti Hróbjartssyni og Sigurði Björgúlfssyni sem er nýlátinn og verður jarðsettur á miðvikudag.
    Þessi glæsilega bygging fékk mennungarverðlaun DV fyri byggingalist skömmu eftir að hún var tekin í notkun. Það er átakanlegt að horfa á þessar myndir.

  • ekki er það einungis viðbald sem fallið i þessu húsi fjármagn borgarinnnar til rekstur þess er mjög lítill sem skerðir a þjónustu íbúa þú nefnir elliheimili ef þu skoðar aldur íbúa er stefnan ekki að taka inn eldriborgara heldur folk sem glímir við geðræn vandamal fíkni vanda og oðrum vandamalum sem starfsfólk er ekki menntað til að takast a við. mönnunnin i husinu samræmist við hlutfall hjúkrunarrýma á meðan 90% ibúa þurfa alla þjónustu a við hjúkrunina

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar