Fimmtudagur 24.05.2018 - 22:47 - Rita ummæli

EKKI GLEYMA

Á meðan grunnþjónusta borgarinnar er svelt og hirðuleysið er endalaust með húseignir, þjónustu, gatnakerfi og samgöngur, þá ætlar Samfylkingin að fara í Borgarlínu!

Fráfarandi meirihluti í borgarstjórn hefur setið í fjögur ár og sumir í meira en átta ár. Þegar ég horfi til baka þá minni ég mig á það að ég má ekki gleyma.

Ég má ekki gleyma fuglahúsum við Hofsvallagötu sem voru gæluverkefni og hafa kostað borgarbúa mikla peninga. Ég get ekki gleymt þrengingu við Grensásveginn. Handónýtt gatnakerfi sem hefur kostað slys, óvenjulegt slit á bílum og skapað hættu og valdið tjóni.

Ég get ekki gleymt viðhaldsleysi á húsnæðum borgarinnar, sparnaði í skólakerfinu sem hefur skilað miklu álagi á nemendur og kennara. Almennum þrifum á beðum, slætti og umhirða hefur verið sparað og skilað hæstu mælingum með frjókorn og valdið óþarfa veikindum hjá viðkvæmum einstaklingum.

Ég ætla ekki að gleyma því að borgarstjóri hefur orsakað og á stóran þátt í því að húsaleigumarkaður hefur magnast vegna lóðaskorts sem viljandi hefur skilað skálmöld á leigumarkaði og ýtt undir ólöglegar íbúðir og mikinn vanda fjölskyldna sem berjast við okurleigu.

Ég mun ekki gleyma því glapræði að skapa óvissu og hættuástand í öryggi á sjúkraflugi fyrir alla landsmenn vegna lokunar á neyðarbrautinni. Að borgarstjóri hefur stefnt fólki og sjúklingum í neyðarflugi í hættu vegna hagsmuna um svæði flugvallarins sem eru taldir óeðlilegir og munu örugglega verða rannsakaðir einn daginn.

Ég ætla ekki að gleyma því að borgarstjóri hefur skert þjónustu við aldraða og umhirða húseigna og híbýla þeirra sem eru í húsnæðum borgarinnar eru fyrir löngu komnar á viðhald. Mötuneytin eru skert og matur skammtaður naumlega.

Ég ætla ekki að gleyma því að borgarstjóri og fráfarandi meirihluti vill steypa borginni í algjörar skuldir fyrir draumóra um Borgarlínu, brjálæði sem mun bitna á borgarbúum – fjölskyldum – okkur öllum!

Þann 26. maí munu kjósendur fá tækifæri til að muna eftir verkum borgarstjóra. Ef þú kjósandi góður vilt breytingar og fá þann möguleika á að borgin sé fyrir okkur öll þá bið ég um þinn stuðning.

Tökum til – það er komin tími á það…

Settu X við M
Miðflokkurinn í Reykjavík

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson

3. sæti í Reykjavík fyrir Miðflokkinn 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar