Miðvikudagur 20.06.2018 - 12:11 - 1 ummæli

BÖRNIN FRÁ MEXÍKÓ

Um internetið æða fram myndir af börnum á bakvið rimla og eru sagðar af börnunum sem aðskilin hafa verið frá foreldrum sínum sem komu ólöglega til Bandaríkjanna. Ég hef séð nokkrar myndir og jafnvel er fullyrt að sé frá vettvangi en reynist svo ekki vera.

Ég ætla að setja upp hvað ég myndi gera ef ég myndi lenda í samskonar aðstæðum og foreldrar frá Mexíkó eru sum að upplifa;

Ég myndi fyrir það fyrsta aldrei leggja þessa áhættu á börnin mín. En segjum að aðstæður séu óumflýjanlegar og að ég yrði að gera þetta.  Ég myndi hreinlega sturlast að vita til þess að börnin mín væru sett í fangelsi og aðskilin frá mér. Ég myndi líklega verða barinn niður fyrir að reyna að komast til barnanna minna, af þeim sem eiga að gæta mín, ég yrði múlbundinn niður. Ég myndi ALDREI hætta að mótmæla, ég elska börnin mín óendanlega og ég myndi gera allt til að breyta stöðunni.

Ég myndi vonast til þess að yfirvöld beri virðingu fyrir barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, að alþjóðasamfélagið myndi taka við baráttu minni fyrir börnunum mínum og réttlætinu. Ég myndi treysta því að trúsystkini mín myndu hjálpa mér og ég bæði Guð um styrk til að halda ró og yfirvegun, því foreldri sem sviptur er börnum sínum með óréttmætum hætti verður vitstola og berst fyrir hinu sanna.

Nú lesum við þessar fréttir um stöðuna í Bandaríkjunum og aðgerðir þeirra um eftirlit sem þarlend yfirvöld eiga eflaust rétt á. En ég get ekki samþykkt þessar aðferðir. Ég get ekki, sem foreldri horft uppá að alþjóðasamfélagið virði ekki mannréttindi barna. Ef yfirvöld hér á Íslandi bregðast ekki við og tryggja það að öryggi og aðbúnaður barnanna sé ekki eins og hjá skepnum í búri, að gætt sé að því að þvingun játning foreldranna sé ekki vegna þess að börnin voru tekin af þeim, að gildi manneskjunnar og hins eiginlega kærleika sé viðhafður, þá eru íslensk yfirvöld að samþykkja þessi vinnubrögð bandarískra yfirvalda.

Að lokum – þá geri ég mér vel grein fyrir því að „stóri bróðir“ vaktar og les færsluna mína og stílfærir á sinn hátt. Það er í lagi því þeir vita þá hug milljónir manna sem blöskrar aðferðirnar því árið er 2018.

Ég hvet íslensk stjórnvöld til að bregðast við tafarlaust!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Lárus V. Lárusson

    Ég er (auðvitað) sammála því að framkoma BNA við þessi börn er glæpsamleg. En flest eru þau frá löndunum sunnan við Mexíkó; Guatemala, El Salvador og Hondúras. Las fyrir nokkrum dögum að einungis um 1% þessara barna séu mexíkósk að uppruna.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og sex? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar