Föstudagur 19.10.2018 - 19:41 - 1 ummæli

KONUR SEM HATA KARLMENN

Mynd: undirritaður 

Fyrir rúmu ári steig ég fram í erfiðustu ákvörðun minni vegna kynferðismisnotkunar sem ég varð fyrir. Eitt af haldreipum mínum var stór hópur fólks sem kvittaði sig inní METOO byltinguna. Við treystum því að viljinn væri sá einn að stíga fram og vera fyrirmynd annarra til að létta á þessum þungu skrefum. Það hélt ég að væri tilgangurinn.

Nú hefur hópur kvenna farið í krossferð gegn körlum og tala niðrandi og ljótt um þá, af þeim óafvitandi jafnvel, og án þess að þeir geti nokkuð varið sig. Þær tala niður til okkar karlanna með ýmsum yfirlýsingum og kalla okkur meðal annars Feðraveldi. Er það sagt með neikvæðum hætti og feður okkar dæmdir fyrir tíðarandann sem þá var. Þær hafa þar með skorið á haldreipi mitt. Brýst þetta út hjá þessum konum sem algjört hatur á karlmönnum.
Til verða konur sem hata karlmenn. Jafnvel segja sumar að þær þurfi ekki á karlmanni að halda í líf sitt, hvorki til lags, né til að stofna eigin fjölskyldu. Nútíminn og læknisfræðileg tækni gefi konum það tækifæri. Konur eigi að standa saman og í huga margra á að rústa karlinum. Karlar eru að verða óþarfir.

Í öllu þessu erum við karlmenn í algjörri klemmu margir. Við fáum ekki að vera karlmenn því sumar konur hafa ákveðna skoðun og upplifun á því hvað karlmaður á að gera. Oft er sú hugmynd svo brengluð að við botnum hvorki upp né niður hvers er ætlast til af okkur. Og ef við reynum þá er það fyrirfram dæmt – af konum!

Þessi þröngi hópur kvenna sem í raun rændi METOO byltingunni, elur á hryllilegu hatri á karlmönnum. Þær taka ákveðna menn fyrir og niðurlægja þá í orði, á lokuðum síðum á Facebook og koma fram undir nafni – hiklaust.

Mér þykir vænt um konur. Mér finnst konur spennandi og þær eru mér nauðsynlegar til að lifa. Ég á móður sem er góð húsmóðir og reynist traust í öllu. Hún hatar ekki karlmenn. Ég á vinkonur sem eru mér sem hlekkur í góðri vinakeðju sem má aldrei slitna. Þær hata ekki karlmenn.

Því velti ég því fyrir mér hvort eitthvað andlegt mein búi ekki að baki þeirra kvenna sem ákveða að hata alla karlmenn sem tjá sig um jafnrétti, feminisma, baráttu fyrir réttindum beggja kynja, og tjá sig um konur almennt – með þeirra hætti? Getur verið að þessar konur séu með mölbrotna sjálfsmynd og laskaða, að hluti af líðan þeirra brýst út í gengdarlausu og hræðilegu hatri í garð karlmanna?

Vegna þess að þær, þessar konur, tengja þennan ásetning sinn við METOO byltinguna, þá hef ég ákveðið að tengja mig ekki með neinum hætti við þá byltingu sem augljóst er að éta sig upp í hatri, eins og sést á umræðunni sem þessar örfáu konur hafa skaðað góðan málstað og þarfan.
Ef ég hataði eitthvað þá var það gerandinn, í mínu tilfelli. Ég var vissulega reiður, en hluti af öllu ferlinu var að skila skömminni því hún var ekki mín.

Ég finn því til með þessum konum sem hata mig. En ég get svo sem lítið sagt enda hluti af „feðraveldi“ – og ég er karlmaður. En kannski ættu þessar konur og við öll að velta því fyrir okkur hvers vegna drengjum gengur verr í lestri, fara síður í framhaldsskóla, eiga oftar en ekki við tilfinningavanda að stríða, frekar en stúlkur.
Væri ekki nær að þessar konur leituðu sér aðstoðar í hatrinu og að við karlmenn fáum að vera karlmenn? Við þurfum í það minnsta að fara að grípa til alvarlegs inngrips með líðan ungra drengja, og ekki hjálpa þessar konur til.

Skömmin er jú þessara kvenna í dag!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Femínismi var til að byrja með samheiti með jafnréttisstefnu, en virðist vera orðið eitthvað annað í dag. Það er til raunveruleg þöggun sem lýsir sér þannig að sérstaklega karlar veigra sér við að mótmæla eða draga í efa kenningar eins og þá um „Feðraveldið,“ því það væri nánast eins og að gagnrýna kenningar um sósíalisma í Sovétríkjunum, það hefði alvarlegar afleiðingar. Kannski ekki jafn alvarlegar eins og í fyrrnefndu ríki, þ.e. fangelsun eða aftaka, en mannorðsmissir og starfsmissir er í dag eitthvað sem þarf að hugsa um áður en maður vogar sér t.d. að segja að kenningin um að „Feðraveldið“ sé röng eða að ástæðan fyrir því hversu fáar konur séu á toppnum í stjórnmálum eða viðskiptum sé að mikið færri konur sækist eftir því frá unga aldri.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sjö? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar