Laugardagur 03.11.2018 - 13:17 - Rita ummæli

AÐ VERA ÁHRIFAVALDUR

 

Það er þannig í lífi okkar að við hittum fyrir fólk sem oft á tíðum kemur óvænt í líf okkar. Aðrir koma með vindinum og stökkva með þér um borð þangað sem vindurinn feykir þér. Aðrir koma með einhverskonar vitund og lífsreglum, visku og hæfileika til að vera sem fyrirmyndir í leik og starfi. Margir af þeim skildu eftir sig haf af visku, fræðslu, og eftir sitja minningar um þetta fólk sem með einum eða öðrum hætti setti mark sitt á söguna, ekki með 30 sekúndna videómyndskoti á vefmiðlum – heldur í hina lifandi sögu veraldar. Þetta fólk breytti sögunni margt hvert – og gerir enn!

Að vera áhrifavaldur vinnst ekki með auglýsingum og bellibrögðum kaupmennsku og augnabliks frægðar á veraldarvefnum, heldur með þeirri andlegri gjöf og visku sem manneskjunni er gefið með þeim hæfileika til að skilja eftir sig spor sem aldrei hverfa – vera fyrirmynd – óumbeðin fyrirmynd. Spor sem stígin voru með innlegg þeirra til heimsins, bara með orðum þeirra og hátterni. Það eru ahrifavaldar heimsins, hinir sönnu sem eftir er tekið, en á hraða nútímans er líkt og blik þeirra hverfi í hraðanum. En það mun aldrei gleymast – það verk sem eftir þau eru, því sagan er það sterk sem eftir þau eru og er enn að skrifast.

Ég var því hissa á því að heyra að nýjasti starfstitillinn í dag er „áhrifavaldur.“ Stundum hugsa ég því alvarlega; „hvert er þessi þjóð að fara?“

*Ég birti hér nokkra af þeim áhrifavöldum í lífi mínu, fyrir utan foreldra mína sem kenndu/kenna mér um lífið, nákvæmlega eins og það er glyslaust. Ég er enn að læra!

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fjórum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar