Laugardagur 01.12.2018 - 00:20 - Rita ummæli

MÍNAR ÁHYGGJUR!

Ég hef ákveðið að tjá mig sem minnst um það sem hefur gengið á í Miðflokknum síðustu daga og læt því aðra um það mál og það að klára þá ákvörðun og hreinsa upp eftir sig!

Hitt er annað mál og mér mikilvægara en það sem þjóðin er að tapa sér útaf, en það er staða frænda míns Einars Óla sem fékk alvarlega heilablæðingu fyrir einu og hálfu ári. Eftir að hafa verið sendur til Svíþjóðar í aðgerð sem fór ekki eins og vonast var til varð heili hans fyrir miklum súrefnisskorti. Einar Óli hlaut alvarlegan heilaskaða. Allt breyttist og tilvera okkar allra í fjölskyldunni. Margir aðrir úr fjölskyldunni koma að því að létta undir með Einari Óla og fjölskyldu hans sem staðið hefur vaktina allan þennan tíma.

Í eitt og hálft ár hefur Einar Óli mátt vera á Grensásdeild og eru engin úrræði í boði fyrir hann. Staðan er ömurleg og er ekkert að lagast og algjört úrræðaleysi frá yfirvöldum. Einar Óli er einn af mörgum aðilum í sömu stöðu.

Hér er að finna viðtal við móður Einars Óla. Ég hvet ykkur til að hlusta, staldrið við og horfið í þau gildi sem þarf að hafa í lífinu, hvernig staða þeirra er sem eru í sömu sporum og við fjölskyldan. Íhugið hvað skiptir máli og gott væri að reyna að læra af því, sérstaklega eftir undanfarna daga. Já, mér þætti vænt um að þið hlustið…

Og á meðan staðan er óbreytt hjá flokknum er hyggilegast að draga sig frá allri umræðu í Miðflokknum og þeirri meðvirkni sem er augljóslega þar.

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson
2. varaborgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar