Miðvikudagur 24.04.2019 - 11:10 - Rita ummæli

MEÐ FÚKYRÐUM OG DÓNASKAP 10%

Formaður Eflingar verkalýðsfélags er hissa á 10% þátttöku félagsmanna sinna í kosningum um nýja kjarasamninga.
Þegar formaðurinn var kosinn voru áhrifamenn Sósíalista á Íslandi á fullu við að hjálpa og „rútuferðir“ farnar í að kjósa þennan nýja formann. Sósíalistar voru komnir með vopn í baráttunni fyrir áherslum sínum og ætluðu að ná árangri. Þegar ákveðið var svo að kjósa nú nýlega um verkfall var reyndar rúntað um á rútu milli vinnustaða félagsmanna til að fá sem flesta til að fara í slaginn og boða verkfall – sýna mátt og styrk. Ný sýn á baráttuleið verkalýðshreyfingarinnar kom í ljós hjá þessum nýja formanni, ný skilti risu upp, nýjar áherslur, ný vinnubrögð – gefa á skít í kerfið!

Ég heyrði í góðri konu sem er félagsmaður í Eflingu en hún vill ekki að fólk sýni svona framkomu og telur það ekki skila neinum árangri og því síður telur hún virka að nota erlend mótmælendaskilti með fúkyrðum og dónaskap. Í raun hafi henni blöskrað áfergja formannsins í að blása í verkfall á versta tíma fyrir þjóðfélagið og skilar aðeins um 10% þátttöku.

Á svarthvítu ljósmyndinni sést frá mótmælum við Austurvöll þann 1. maí 1930. Einhver mótmælendaskilti, félagsfánar og prúðbúið fólk og börn að leik. Mikið hefur áunnist síðan.

En í dag árið 2019; Hvar er þetta bakland sem nýr formaður hafði þegar Sósíalistar og aðrir vinir hennar smöluðu henni í formannstól Eflingar? Gáfu þeir skít í kerfið? Eru þá um 90% félagsmanna ósáttir við framgöngu formannsins og neita að kjósa? Var púðurlausri tunnu rúllað af stað sem skilaði sér afar litlu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar